Frétt

Kreml.is - Svanborg Sigmarsdóttir | 08.11.2002 | 07:57Ímynd eða veruleiki eða ímyndun um veruleika

Ímyndarkapphlaupið er hafið. Eins og sést greinilega á greinunum hérna á KREML undanfarna daga og á plöggum fyrir vefsíður frambjóðenda hérna eru prófkjörin alveg að skella á. Frambjóðendur draga fram sitt fínasta púss, keppast við að koma vel fyrir og að koma sem oftast fram í fjölmiðlum. Fyrir hvaða sakir þeir birtast í fjölmiðlum virðist ekki skipta þá alla máli. Sjónvarpsviðtal er alltént sjónvarpsviðtal hvort sem verið er að ræða um eldhúsborðið hennar mömmu eða hugmyndir um breyttar stefnur sem gætu leitt til betra og réttlátara samfélags. Fyrir slíkum hugmyndum þarf að hafa, og því er að sjálfsögðu auðveldara að fjalla bara um borðið gamla og minna á hversu fín ímyndin er.
Alltaf þegar um kosningar, prófkjör eða val á milli einstaklinga er að ræða, einstaklinga sem sá er velur þekkir ekki persónulega, ræður ímyndin miklu. Þetta ætti að vera almannatengslasérfræðingum og auglýsingagúrúum gömul speki. En á sama tíma ímyndum við okkur að á bak við ímyndina sé alvöru einstaklingur, teljum okkur trú um að við gerum greinarmun á ímyndinni og veruleikanum. Við höldum að ímyndin sé tálsýn sem geti brugðist hvenær sem er, en veruleikinn sé hið raunverulega sjálf einstaklinganna sem á hátíðarstundum endurspeglast í anddyri sálarinnar. Sérstaklega höldum við þeirri hugmynd á lofti þegar við uppgötvum að sjálfsímyndin stangast á við hugmyndir annarra um okkur. Þá eru það þessir hinir sem „sjá ekki okkar sanna sjálf?, sjá ekki fyrir hvað við stöndum og hreinlega skilja okkur ekki.

Nú þegar allir frambjóðendurnir kappkosta við að laða væntanlega kjósendur að þeim, í því mikla persónukjöri sem framboð eru hefur mér stundum dottið í hug hvert þeirra „sanna sjálf? er, eða hvort að frambjóðendur séu í raun bara ímyndin; þessi brothætta spegilmynd sem á að vera hægt að stjórna, og stjórna með því viðmælendunum, þeas okkur. Fræg eru til dæmis dæmin um frambjóðendur sem voru sendir í litgreiningu og þá sem taka allt í einu upp á því að brosa, eins og ástæða sé til slíks léttleika fjórða hvert ár. Sumir frambjóðendur telja svo að bestu ímyndina sé hægt að skapa með heiðarleika og með því að vera trú/r sér sjálf/um. Stundum sjáum við í gegn um þessa stjórnun og tökum því illa, en oftast tökum við þátt í leiknum því í okkar daglega lífi erum við þegar að taka þátt í slíkum „sýndarveruleik?.

En er þetta „sýndarveruleikur?? Er þetta ekki bara blákaldur veruleikinn og því hugmyndir okkar um hinn sanna einstakling sem er tálsýnin? Mér hefur dottið í hug einræða úr Ódauðleikanum eftir Kundera, þar sem hann segir eitthvað á þá leið að „Manneskjan er ekkert nema ímyndin... Svo lengi sem við erum í sambýli með öðrum, erum við einungis það sem aðrir halda að við séum. Að hugsa um hvernig aðrir sjá okkur og að reyna að skapa heillandi ímynd af okkur er talið vera feluleikur eða svindl. - Það er barnalegt að telja sér trú um að ímynd okkar sé einungis tálmynd sem felur sjálfið okkar, hinn sanna kjarna óháðan sjáöldrum heimsins. Ímyndaskaparar hafa sýnt okkur með kaldhæðinni róttækni að hið öfuga er satt: sjálfið okkar er einungis tálmynd sem við getum ekki náð tökum á, getum ekki útskýrt, þokukennd, á meðan eini raunveruleikinn sem einum of auðvelt er að ná tökum á, of auðvelt er að útskýra, er ímynd okkar í augum annarra.?

Af hverju ætti sjálfsmyndin að vera mikilvægari eða sannari mynd af einstakling en ímynd í augum annarra? Sérstaklega þegar það er haft í huga að sjálfsmyndin mun í engu ráða hvernig hinn síðasti dómur verður - minningin og eftirmælin í Mogganum. Ímynd okkar allra sem vafrar um, stjórnlaus að því virðist, getur verið jafnmikið „við? og okkar eigin sannfæring um hvað það er sem við stöndum fyrir. Ef svo er skiptir það fólk í framboði ekki síður máli þegar það keppist við að hafa stjórn á ímyndinni því á sama tíma er það að reyna að hafa stjórn á eigin sjálfi. Og fyrir kjósendur skiptir það líka máli þegar það spyr sig „hver er nú ímynd þessa frambjóðanda?? og hvort hún stemmi við þá fyrirframgefnu ímynd sem kjósandinn hafði af stjórnmálamanni.

Á hinn bóginn vona ég að ég hafi rangt fyrir mér. Að sumir frambjóðenda séu ekkert meira en ímyndin og tálsýnin er of hræðileg hugsun til að hugsa til enda.

Vefritið Kreml

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli