Frétt

Rolf Johansen & Company | 07.11.2002 | 15:50Riedel glösin frá Austurríki

Í yfir fjóra áratugi hefur Riedel verið þekktur fyrir hönnun sína á glösum. Hvert sem tilefnið er þá eiga Riedel glösin við. Þó að glös geti ekki breytt eða bætt neinu við góð vín eða áfenga drykki, geta þau svo sannarlega breytt viðhorfi okkar til þeirra. Gerið smá tilraun og komist að því sjálf. Víngerðarmaðurinn Robert Mondavi lét hafa eftir sér: „Ég hefði aldrei trúað því að vínin mín væru svona góð.\"
Frá árinu 1958 hefur Riedel sett á markaðinn yfir 100 tegundir af glösum. Til að ná sem mestum gæðum úr vínunum eru útlit og lögun þróuð í nánu samstarfi við vínframleiðendur og vínþjóna, frekar en í tölvu eða á vinnuborði. Hvert og eitt glas er því sérstakt og tilheyrir ákveðinni víngerð.

En hvers vegna svona breiða línu af glösum? Eins og Riedel segir: „Í dag framleiða fleiri betri vín og víðar en nokkurntíma áður í sögunni. Vínáhugafólk leggur mikið á sig til að uppgötva þau. Kaupir þau mjög ung, af afspurn, geymir þau við réttar aðstæður, ber þau fram við hárrétt hitastig og þetta fólk ber mjög mikla virðingu fyrir vínum. Því ætti það þá ekki að njóta þeirra úr glösum sem galdra fram það besta úr hverju víni.“

Í sínu virta vínriti, The Wine Advocate, segir Robert M. Parker Jr.: „Bestu glösin, hvort heldur er til faglegrar smökkunnar eða til að njóta, eru þau sem gerð eru af Riedel fyrirtækinu. Áhrif þessara glasa eru ótrúleg. Ég get ekki útskýrt nægilega vel í hverju munurinn liggur.“

Vinum

Árið 1986 var Vinum línan fyrst kynnt til sögunnar. Glös sem framleidd voru sérstaklega fyrir ákveðnar víntegundir. Þessi glös hafa unnið sér fastan sess víða um heim, fyrir gott verð, gæði og ekki síst hafa þau haft áhrif á aðra glasaframleiðendur.

Þessi lína var hönnuð undir stjórn George Riedel, úr 24% hreinum kristal. Vínáhugafólk og veitingamenn hafa tekið þeim sérlega vel.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá úrval glasa sem flutt eru hingað til lands.

Rauðvín

Hvítvín

Ýmislegt

Ouverture

Árið 1989, í kjölfar góðs gengis Vinum línunnar, var ákveðið að hanna nýja gerð glasa sem uppfyllti að flestu leiti öll gæði Vinum línunnar, en væru ódýrari, meðfærilegri og kæmust auðveldlega í uppþvottavélar. Hversdagsglös fyrir þá sem vilja þó njóta þess að drekka úr vönduðum glösum. Þessi glös bera sama gæðastimpil og öll önnur glös frá Riedel, eru vönduð og falleg.

Hér er hægt að sjá úrval glasa sem flutt eru hingað til lands.

Karöflur

Það eru margir sem kjósa að umhella öllum vínum, sama hvort þau eru ung eða gömul. Það er gert að virðingu við gömul vín og trú á þau ungu.

Gömlum vínum skal umhellt rétt áður en þeirra er notið. Þetta er gert til að losna við botnfall sem myndast á þeim árum sem vínið hefur verið geymt.

Um ung vín gilda allt aðrar ástæður. Þeim er umhellt með góðum fyrirvara, allt að nokkrum klukkustundum áður en þeirra er neytt. Þetta er gert til að þau fái að blómstra og taka út smá þroska sem annars hefði tekið mörg ár í flösku.

Á heimasíðu Riedel má finna ýmsan fróðleik um glös og karöflur.

Rolf Johansen & Company.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli