Frétt

bb.is | 07.11.2002 | 10:08Vegrið á Gemlufallsheiðarvegi á áætlun á næsta ári

Sólveig, Sigmundur og Edda ásamt Gísla Eiríkssyni við afhendingu undirskriftalistanna.
Sólveig, Sigmundur og Edda ásamt Gísla Eiríkssyni við afhendingu undirskriftalistanna.
780 manns rituðu nöfn sín undir beiðni um uppsetningu vegriða (leiðara) á Gemlufallsheiðarvegi, en undirskriftalistar voru í gær afhentir Gísla Eiríkssyni verkfræðingi, yfirmanni Vegagerðarinnar á Vestfjörðum. „Þetta verk var á áætlun og við höfðum gert ráð fyrir að vinna verulegan hluta þess á næsta ári. Alls eru þetta þrír kílómetrar og verkið kostar á bilinu 15-20 milljónir króna. Búið er að útvega peninga í að minnsta kosti helminginn en afgangur fjármögnunar er enn óviss. Áætlunin hefur ekki breyst og það verður farið í þetta seinni hlutann á næsta sumri. Ekki verður unnið neitt við þetta í vetur, enda væri erfitt að eiga við það í frosti og myrkri“, segir Gísli Eiríksson.
Meðal röksemda þeirra sem stóðu fyrir undirskriftasöfnuninni er sú staðreynd, að verslun hefur dregist mjög saman í smærri byggðum, einkum eftir að Bónus og Samkaup komu til skjalanna á Ísafirði. Þess vegna fara margir í verslunarferðir til Ísafjarðar, ekki aðeins úr Dýrafirði og frá þeim stöðum sem eru ennþá nær, heldur einnig af Suðurfjörðum Vestfjarða meðan fært er um Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði. Þetta ásamt tilkomu jarðganganna undir Breiðadalsheiði hefur valdið stóraukinni umferð um Gemlufallsheiði. Þar hafa orðið alvarleg slys enda mjög bratt niður af veginum í dalnum Önundarfjarðarmegin.

Þingeyringarnir Edda Þórðardóttir, Sigmundur F. Þórðarson og Sólveig Vagnsdóttir afhentu Gísla Eiríkssyni undirskriftalistana í gær. Textinn sem ritað var undir hljóðaði svo: „Við undirritaðir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum óskum eftir að sett verði upp vegrið á Gemlufallsheiði. Allir vita um áður orðin slys á þessari heiði.“ Þrátt fyrir orðalagið „á norðanverðum Vestfjörðum“ voru undirskriftablöð einnig látin ganga á Suðurfjörðum Vestfjarða, enda er altítt að fólk komi þaðan í verslunarferðir til Ísafjarðar, eins og áður segir.

bb.is 06.11.2002
Undirskriftalistar með ósk um vegrið á Gemlufallsheiði lagðir fram

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli