Frétt

Vefur ÁTVR | 07.11.2002 | 09:47Spænsk vín og matur

Það er spennandi að tengja saman ung Rioja rauðvín og saltfisk, enda er það hugmynd, sem hefur sterka sögulega skírskotun og lýsir vel tengslum Íslands og Spánar. Með ungum Rioja rauðvínum er líka gott að hafa ungt og frekar ljóst kjöt eins og svínakjöt og mjólkurkálf, og þá eldað á mjög einfaldan hátt. Heppilegur matur með Reserva rauðvínum er t.d. lambakjötsréttir, saltfiskur og folaldakjöt og eins þéttir og bragðmildir ostar eins og hollenskur Gouda, franskur Gruyere eða norskur Jarlsberg.
Með Gran Reserva rauðvínum er nautakjöt góður kostur og þá helst einfalt og bragðgott t.d. hægsteikt prime-ribs eða pönnusteikt eins og entrecôte, lund eða filet. Með Gran Reserva rauðvínum má einnig láta sér detta í hug milda íslenska villibráð svo sem stokkönd eða urtönd. Með hvítum Riojavínum má hugsa sér austurlenskan mat, feita fiskrétti eða milda grænmetisrétti eins og t.d. eggjaköku með kartöflum, papriku og sveppum.

Þurrt Fino-sérrí er vín sem gengur með fjölda rétta. T.d. mat eins og tapas (spænskir smáréttir) þar sem aðallega eru allskyns pylsur (chorizo eða kryddpylsur), þurrkuð, hrá skinka, saltfiskbollur, rækjur, steiktar ferskar ansjósur, grillaðar paprikur, spergill o.s.frv. Fino gengur einnig vel með pate, þroskuðum og þéttum ostum, reyktum laxi, silungi og ál. Sætt cream-sérrí er sígildur drykkur og líklega oftast drukkið eitt og sér. Það má einnig nota með dæmigerðum íslenskum rjómatertum og í raun gengur cream-sérrí ótrúlega vel með flestum tertum. Sætt sérrí er og gott með ávaxtaeftirréttum og vanillubúðingum.

Cava freyðivínin eru mjög fjölbreytt og hæfa margskonar mat. Þurru Cava vínin eru ljúffeng ein og sér sem fordrykkur eða sem freyðivín fyrir stór samkvæmi. Þau hæfa einnig mildum mat eins og snittum, innbökuðum sniglum og ýmsum smáréttum. Hálfsætu Cava freyðivínin eru tilvalin með brúðkaupstertunni eða öðrum ekki of sætum bakstri en ganga líka nokkuð vel með marsipan eða skyldum sætindum. Freyðivín eru missæt. Því þarf að huga að almennum smekk gesta áður en vín er valið t.d. í fordrykk (dulce = sætt, semi-seco = hálfsætt, seco = hálfþurrt, brut = mjög þurrt).

Sjá nánar á vef ÁTVR

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli