Frétt

Veigar.is | 06.11.2002 | 22:59Aldraðir í minni hættu vegna hófdrykkju

Neysla tveggja áfengra drykkja á dag minnkar líkur á algengustu tegund heilablóðfalls að því er rannsóknir, sem gerðar voru hjá Presbyterian sjúkrahúsinu í New York, sýna. Þetta á sérstaklega við um aldrað fólk af afrískum og spænskum uppruna auk þess sem þetta virðist einnig eiga við hjá hvítu fólki. Fjöldi tilrauna hafa bent til þess að hófdrykkja geti unnið gegn hjartaáföllum en allt þar til núna ríkti meiri óvissa um áhrif þess á heilablóðföll. Fyrri rannsóknir höfðu bent til þess að hódrykkja verndaði suma hópa gegn heilablóðfalli af völdum blóðþurrðar (þegar blóðrennsli til heilans er heft vegna kekkja) en um það bil 80% allra heilablóðfalla má rekja til þeirra. Aðrar rannsóknir höfðu ekki bent til neins sambands þarna á milli. Það hve ólíkar niðurstöður mátti lesa út úr rannsóknum sögðu mönnum að ekki væri hægt að útiloka að aðrir þættir, svo sem aldur og kynþáttur, hefðu áhrif á það hvernig áfengi verndaði fólk fyrir heilablóðföllum.
„Rannsóknir okkar draga fram fyrstu mikilvægu sönnunargögnin fyrir því að hófdrykkja geti sannarlega tengst og um leð dregið úr hættu á heilablóðfalli vegna blóðþurrðar. Þetta kom í ljós í úrtaki sem er nær til gamals fólks af mörgum kynþáttum sem býr í borgum.,“ sagði Dr. Ralph Sacco, aðstoðarprófessor í taugasjúkdómafræði og heilsugæslu við Columbia-Presbyterian, í samtali við tímaritið The Wine Spectartor.

Þessi nýja rannsókn var kostuð af Taugasjúkdómastofnuninni bandarísku (National Institute of Neurological Disorders and Stroke) og var birt 6. janúar sl. í tímariti bandarísku læknasamtakanna (Journal of the American Medical Associations). Rannsóknin byggðist á könnun á 677 sjúklingum í norðurhluta Manhattan sem höfðu þolað heilablóðfall. Tekið var tillit til þátta eins og aldurs, kyns og uppruna og hópurinn síðan borin saman við 1.139 aðra íbúa sem ekki höfðu fengið heilablóðfall. Meðalaldur úrtökuhópsins var 70 ár. Eftir að tekið hafði verið tillit til annarra áhættuþátta, svo sem sykursýki og hás blóðþrýstings, töldu rannsakendur að hófdrykkjuhópurinn byggi við um 45% minni áhættu á því að fá heilablóðfall en þeir sem ekki drukku. \"Við fundum þessi verjandi áhrif óháð því hvaða tegund víns var drukkin, skipti engu hvort það var vín, bjór eða sterkt vín,\" sagði Sacco.

Óhófleg drykkja -- sem var skilgreind sjö drykkir eða meira á dag -- reyndist hins vegar auka áhættuni þrefallt miðað við hófdrykkjuhópinn. Rannsakendur tóku ennfremur fram að ekkert kæmi fram í rannsókninni sem benti til þess að ráðlegt væri að ráðleggja bindindisfólki að hefja hófdrykkju. Niðurstöðurnar renna hins vegar frekari stoðum undir ráðleggingar Landssambands heilablóðssjúklinga sem bent hafa á að þeir sem stundi hófdrykkju geti hugsanlega varið sig fyrir heilablóðfalli. Menn eru hins vegar sammála um að frekari rannsókna sé þörf og t.d. treysta menn sér ekki til að segja fyrir víst að þessar fullyrðingar, um gagnsemi hófdrykkjunar, eigi við um Asíubúa.

Veigar.is

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli