Frétt

Sælkeri vikunnar – Lárus G. Valdimarsson | 06.11.2002 | 16:33Steiktur saltfiskur

Lárus G. Valdimarsson.
Lárus G. Valdimarsson.
Lárus G. Valdimarsson, bæjarfulltrúi á Ísafirði, reið á vaðið sem fyrsti Sælkeri vikunnar í vikublaðinu Bæjarins besta en síðan skorar hann á annan matgæðing og svo koll af kolli. Eftir að hver þáttur hefur birst í blaðinu verður hann settur inn á þennan vef, en auk þess verður hér safnað saman úr ýmsum áttum uppskriftum og öðru sem varðar matargerð. En gefum Lárusi orðið: „Er lífið saltfiskur, eins og stundum er sagt? Varla, en góður saltfiskréttur kryddar sannarlega lífið og því ákvað ég þegar til mín var leitað um mataruppskrift að velja saltfiskrétt.“
Það sem til þarf er eftirtalið:

4 stykki (ca 150-200 g hvert) saltfiskur,
útvatnaður og beinhreinsaður
ca 1 dl góð ólífuolía
2 dl gott fisksoð
1 dl matreiðslurjómi (má sleppa!)
safi úr hálfri lime eða sítrónu
1-2 msk hvítlauksmauk
50-100 g ósaltað smjör
ca 8 stk kapers (smátt saxað)
2 msk söxuð steinselja
1-2 msk parmesanostur
nýmalaður svartur pipar
6-8 meðalstórar kartöflur
1 meðalstór rófa
1 stk kúrbítur
hálfur stilkur fennel
olía til steikingar
salt, pipar og limesafi (1/4 lime)

Aðferð:

Afhýðið kartöflur og rófur og skerið í hæfilega stóra teninga. Gufusjóðið (eða sjóðið í örbylgjuofni) kartöflur og rófur. Skerið kúrbít í hæfilega stóra teninga og grófsaxið fennel. Hitið olíu á pönnu (meðalhiti) og mýkið fennel og kúrbít (2-3 mín). Bætið kartöflum og rófum út í og látið allt brúnast aðeins. Kryddið og haldið síðan heitu.

Þerrið saltfisk vel og hitið ólífuolíu í pönnu. Steikið saltfisk á roðhlið (ca 2-3 mín) og síðan á fiskhlið (ca 1 mín). Snúið fiski aftur á roðhlið og bætið örlitlu fisksoði á pönnu. Hristið pönnu örlítið þar til soð fer að þykkna (ca 1 mín). Færið fisk af pönnu og haldið heitum. Bætið kapers og hvít-lauk á pönnu ásamt fisksoði og rjóma. Látið suðu koma upp og sjóðið aðeins niður (má þykkja örlítið). Hrærið smjör saman við og smakkið sósu til með lime og pipar. Sósan má ekki sjóða eftir að smjör er bráðið.

Setjið á disk og stráið steinselju og parmesanosti yfir ásamt svörtum pipar. Hnakkastykki ásamt miðstykkjum úr þorskflaki henta best. Ef bjóða á upp á borðvín er óhætt að mæla með léttu spænsku rauðvíni, en gott hvítvín er einnig boðlegt, að sjálfsögðu.

Ég skora á Hildi Halldórsdóttur líffræðing og fyrrum bæjarfulltrúa að gefa lesendum næstu uppskrift.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli