Frétt

Jón Magnússon | 06.11.2002 | 15:54Til betri verka

Jón Magnússon.
Jón Magnússon.
Nú líður að kjördegi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi þann 9. nóvember næstkomandi. Mikil spenna ríkir meðal allra flokka í nýja kördæminu okkar vegna röðunar á lista flokkanna fyrir alþingiskosningarnar þann 10. maí í vor. Allar líkur benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn verði einn flokka í kjördæminu, sem gefur öllum stuðningsmönnum flokksins tækifæri til að hafa áhrif á röðun á lista flokksins með opnu prófkjöri.
Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins tók þessa ákvörðun á síðasta kjördæmisþingi með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Með þeirri ákvörðun voru trúnaðarmenn flokksins í kjördæminu að taka ótvíræða afstöðu til þess, að í framtíðinni verður úr okkar röðum litið á kjördæmið sem eina órofa heild. Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi munu líta á hagsmunamál einstakra svæða í kjördæminu sem hagsmunamál heildarinnar og sýna það í verki, að flokkurinn mun starfa heill að velferð íbúanna hér.

Ekki er því að leyna að með nýrri kjördæmaskipan koma fram vandamál vegna fækkunar þingmanna Norðvesturkjördæmis. Þessi fækkun þingmanna kristallast í þeirri baráttu sem fer fram innan allra stjórnmálaflokka í kjördæminu um þessar mundir. Það er óhjákvæmilega erfið staða fyrir frambjóðendur að þurfa að berjast við samherja sína um efstu sæti listanna og þar með þingsæti til framtíðar. Prófkjörsbarátta sjálfstæðismanna ber ótvíræðan keim af þessari nýju stöðu í breyttu umhverfi. Hér berjast kunningjar og samherjar um hylli stuðningsmanna flokksins til að hljóta brautargengi í prófkjörinu 9. nóvember. Kjósendur fara ekki varhluta af þeirri baráttu, því aldrei fyrr hefur þingmönnumst brugðið jafn oft fyrir á götum bæjarfélaga, á vinnustöðum, bryggjum, kaffihúsum og við bæjardyr sveitabýla. Póstkassar og bréfalúgur fyllast af glansbæklingum frambjóðenda og allir bera þeir hag íbúanna sér mest fyrir brjósti. Frambjóðendur finna nú til skyldleika við gleymdar fjölskyldur, rifja upp gamlan kunningsskap og greiðasemi og hjörtu þeirra slá í takt með ungum jafnt sem öldnum kjósendum. Þessu ber að fagna og er eðlilegur hluti af þeirri baráttu sem nú fer fram við hverja fótskör í okkar ágæta kjördæmi.

Hins vegar má ekki gleymast, að við sem búum í kjördæminu og þekkjum það betur en aðrir landsmenn, að ástand og þróun í kjördæminu er langt frá því að vera nokkur glansmynd. Þeirri þróun verður aðeins lýst með grjóthörðum staðreyndum og raunsæishugsun í stað útþynntra slagorða. Við sem ætlum okkur að búa hér til framtíðar og hafa lífsviðurværi okkar af atvinnulífi svæðisins er það ódulin staðreynd, að stórefla þarf atvinnulíf í kjördæminu bæði til sjávar og sveita. Þess vegna er það brýnt nú sem aldrei fyrr, að í forystusveit okkar á alþingi veljist fulltrúar sem eru reiðubúnir að láta hendur standa fram úr ermum í uppbyggingu atvinnulífs í Norðvesturkjördæmi. Til þess að svo megi verða þurfa þingmenn okkar að hafa reynslu og þekkingu af atvinnulífi kjördæmisins og vera menn til þeirra verka sem af þeim verður krafist á komandi árum.

Ég er stoltur af því að vera með í hópi úrvalsfólks sem skipar framboðslista Sjálfstæðisflokksins til prófkjörs nk. laugardag. Með framboði mínu lýsi ég vilja til verka og jafnframt undirstrikar það staðfasta trú mína á framtíð þessa kjördæmis. Hér ætla ég að búa og starfa til framtíðar og það er mín sannfæring, að stækkun á liðsheild okkar með nýrri kjördæmaskipan, geti reynst okkur íbúum þessa kjördæmis öflugt vopn í baráttunni til betri lífsgæða. Að lokum hvet ég allt stuningsfólk Sjálfstæðisflokksins að nota rétt sinn til áhrifa við val frambjóðenda á lista flokksins næstkomandi laugardag. Með ykkur búum við baráttusveit til betri verka.

Jón Magnússon, frambjóðandi í prófkjörinu.

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli