Frétt

Stakkur 45. tbl. 2002 | 06.11.2002 | 15:26Fleiri klíkur?

Undirbúningur framboða fyrir alþingiskosningar 2003 er kominn á fullan skrið. Órói gerir vart við sig í flokksbúðum flestra framboðshópa. Síðast var fjallað um Samfylkinguna og upphlaupið sem varð á Hólmavík. Sá sem reiddist mest hefur beðist afsökunar og vill halda friðinn.

Þrír keppa um efsta sætið og þar með um forystu Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, Vestfirðingurinn Kristinn H. Gunnarsson, Vestlendingurinn Magnús Stefánsson og foringinn sjálfur, Páll Pétursson. Enginn skyldi vanmeta þann gamla sagði kunnugur maður um daginn. Páll er framsóknarmaður af gamla skólanaum og hrekst ekki fyrir verðri og vindum hvað þá tískustraumum nútímans. Þótt stundum hljómi hugtakið ungur framsóknarmaður framandi í eyrum flestra, má þó búast við því að margir framsóknarmenn vilji yngja upp á framboðslistanum í Norðvesturkjördæmi.

Hver frami Kristins H. Gunnarssonar verður skal ósagt látið, en Páll á Höllustöðum er fastur fyrir og þungur í sæti og honum verður trauðla hrundið fyrirhafnarlaust. Haldi hann sínu er óvíst hver framtíð Vestfirðinga innan raða Framsóknarflokksins verður.

Frjálslyndi flokkurinn og framtíð hans innan hins nýja kjördæmis er með öllu óráðin og óvíst hver eða hvar kjölfesta hans verður takist á annað borð að ná manni inn í kosningu. Vinstri grænir eru vel agaðir og munu sennilega komast vel frá uppstillingu að þessu sinni og ef til vill njóta þess að standa utan við deilur.

Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar á erfitt starf fyrir höndum og óvíst hvernig henni verður tekið ef menn ná ekki sáttum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar falið stuðningsmönnum sínum að velja frambjóðendur. Það mun gerast hinn 9. nóvember næstkomandi. Þegar er farið að gæta titrings í hópi stuðningsmanna einstakra frambjóðenda. Frétt Fréttablaðsins af kosningabandalagi samgönguráðherra, samþingmanns hans af Akranesi, formanns Ferðamálaráðs og forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, vekja nokkurn ugg um það hvernig Vestfirðingum reiðir af í næstu Alþingiskosningum. Sá sem stendur að baki starfinu er starfsmaður Ferðamálaráðs, Flateyringurinn Pétur Rafnsson, og þar af leiðandi undirsáti alþingismannsins Einars K. Guðfinnssonar.

Vestfirðingar eiga þann kost einan að standa saman um sína alþingismenn og kjósa þá báða nafnana og muna þá jafnt eftir Einari Oddi og þeim sem valið hafa að standa utan kosningabandalaga við aðra í prófkjöri. Auðvitað eiga Vestfirðingar að standa saman um hagsmuni sína og virðingu og muna eftir þeim fulltrúum sínum sem hafa staðið keikir og varið rétt Vestfirðinga gagnvart öðrum. Nógu fast er sótt að þeim hagsmunum úr öllum áttum og erfitt að verjast. En það má ekki gefa eftir.


bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli