Frétt

Pólitík / Melkorka Óskarsdóttir | 03.11.2002 | 10:08Sjálfstæðisflokkurinn: Hugmyndir og hagsmunaárekstrar

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi í dag og hefur verið við völd lengst af, allt frá því hann var stofnaður árið 1929, bæði í landsmálapólitíkinni og í mörgum sveitarfélögum landsins. Það eru fáir flokkar sem viðhaldið hefur álíka einingu, stærð og breidd. Velgengni Sjálfstæðisflokksins má meðal annars rekja til hversu duglegir flokksmenn hafa verið að aðlaga sig aðstæðum, innlima og aðlaga nýja hugmyndafræðistrauma eftir því sem þjóðfélagsaðstæður segja til um hverju sinni. Á hverju tilteknu tímabili má því finna hinar ýmsu stefnur og strauma, sem hefur tekist ótrúlega vel að lifa í sátt og samlyndi í einum og sama flokknum. Til þess að henda reiður á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins verður því að skoða hana í nokkru sögulegu samhengi.
– – –

Ein aðalástæða stofnunar Sjálfstæðisflokksins var vaxandi gengi Alþýðuflokksins, sem á þriðja áratugnum var jafnframt Alþýðusamband Íslands og hafði pólitíska breidd allt frá hægri sósíaldemókrötum til byltingarsinnaðra kommúnista. Hinum borgaralegu pólitísku öflum þótti hag sínum betur borgið með að vera sameinuð gegn hinni „rauðu hættu“. Kommúnismi, sósíalismi og hvers kyns vinstri hugmyndafræði fór sem eldur í sinu um alla Evrópu á fyrstu áratugum aldarinnar og sáu hinir frjálslyndu borgarar sér ekki fært að láta afskiptalausan þennan mikla uppgang vinstri manna á Íslandi. Þeir þóttu -- og þykja enn -- aðalandstæðingar hægri manna, enda tveir andstæðir pólar. Oft féllu hörð orð milli fylkinga.

– – –

Eins og áður sagði hefur Sjálfstæðisflokkurinn í gegnum tíðina verið klókur við að taka upp stefnur og strauma hvers tímabils og hefur yfirleitt styrkst og stækkað við það. Dæmi um það er að finna á fjórða áratugnum, þegar Þjóðernishreyfingin átti nokkru fylgi að fagna, enda uppgangur nasista í Þýskalandi og fasista á Ítalíu og Spáni mikill á þeim tíma. Sjálfstæðisflokkurinn bauð þá þjóðernissinna velkomna í sínar raðir, því þeir ættu mikið sameiginlegt.

– – –

Enn eitt slagorðið sem Sjálfstæðismenn héldu á lofti og átti víða góðan hljómgrunn var stétt með stétt. Þetta slagorð var hið borgaralega svar við stéttabaráttu vinstri flokkanna. Með þessu einfalda kjörorði gaf flokkurinn skýrt til kynna mikla breidd; að hann hefði á að skipa og væri fulltrúi fyrir allar stéttir þjóðfélagsins. Ef til vill hefur þetta slagorð orðið Sjálfstæðisflokknum notadrýgst í pólitískri hugmyndabaráttu á öldinni sem leið. Hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins á fyrstu áratugum hans er einmitt best lýst með þessum tveimur slagorðum. Ísland fyrir Íslendinga og stétt með stétt. Á næstu áratugum urðu miklar breytingar þar á. Undir stjórn Sjálfstæðisflokksins eftir stríð gekk Ísland í NATO 1949 og gerðu herverndarsamning við Bandaríkjamenn 1946 og 1951. Við það hvarf kjörorðið Ísland fyrir Íslendinga sjónum kjósenda.

Eftir stríðið urðu kaflaskipti á vettvangi hugmyndabaráttunar á Vesturlöndum, einnig á Íslandi. Vesturveldin voru að uppgötva nýjan óvin, Sovétríkin, og ískalt stríð einkenndi stjórnmálaþróun næstu áratugi. Segja má að kalda stríðið hafi styrkt Sjálfstæðisflokkinn, því sá klofningur sem ólíkar hugmyndastefnur og ólíkir hagsmunir höfðu haft í för með sér hurfu nú í skuggann. Sjálfstæðisflokkurinn barðist sameinaður og heill gegn Rússagrýlunni. Á árunum eftir stríð var frjálshyggja sú sem kennd er við Hayek, Leiðin til ánauðar, kynnt Íslendingum. Þannig má segja að það hafi bæst við í hugmyndapott Sjálfstæðisflokksins. Frjálshyggjan, sem hugtak, er skilgreind undir ýmsum formerkjum sem alræði markaðsaflanna.

– – –

Á allra síðustu árum hafa vopnin í vopnabúri frjálshyggjunnar orðið hvassari og beittari en áður og segja má að nýfrjálshyggja sé sú hugmyndafræði sem mest fer fyrir nú um stundir. Ef til vill hafa öfgar nýfrjálshyggjunnar sett samheldni Sjálfstæðisflokksins í hættu. Eins og hér var rakið í upphafi hefur flokkurinn löngum loðað saman á því að hafa viðtækari tilhöfðun með því að steypa saman ýmsum hugmyndastraumum, s.s. þjóðlegri umbótastefnu, markaðshyggju, félagslegri frjálshyggju, borgaralegum húmanisma og raunsæisstefnu.

– – –

Það hefur gerst áður í sögu Sjálfstæðisflokksins að það skerist í odda milli frjálshyggju og hinnar klassísku stefnu sjálfstæðisflokksins. Þegar Gunnar Thoroddsen myndaði ríkisstjórn sína árið 1979 vísaði hann til þess að hann og stuðningsmenn hans byggðu á mannúðarstefnu, mýkt og mildi gömlu sjálfstæðisstefnuinnar, andspænis frjálshyggju sem þáverandi formaður flokksins vildi leiða til sigurs undir merkjum leifturstríðs gegn verðbólgu.

Eins og orðað var hér í upphafi er ein helsta forsenda velgengni Sjálfstæðisflokksins hversu margar hugmyndafræðistef

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli