Frétt

| 27.09.2000 | 18:02Alþjóðavæðing og innflytjendur á Vestfjörðum

Vestfirðingar eru stoltir, ekki síst Bílddælingar, af Völu Flosadóttur. Hún vann glæsilegt afrek á mánudaginn og náði bronsverðlaunum í stangarstökki á Ólympíuleikunum. Sannkallað afrek. Svíar vilja eigna sér hluta heiðursins. En við Vestfirðingar eigum hann ekki síður en aðrir Íslendingar. Á Bíldudal steig Vala sín fyrstu spor á íþróttabrautinni. Þannig verður þorpið Bíldudalur hluti heimssögunnar einn dag, þótt heimurinn viti það ekki.

En hið sama á við um Vestfirði. Þeir eru hluti heimssögunnar, að vísu með öðrum hætti. Innfæddir íbúar flytja brott en tala um sig sem Vestfirðinga og hafa aldrei fyrr fundið til jafn mikils stolts af uppruna sínum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, að afar fáir brottfluttra koma aftur vestur. Allflestir eru farnir fyrir fullt og allt og verða aðeins gestir í fyrrum heimabyggð sinni.

En annað er að gerast. Fólk utan úr hinum stóra heimi vill koma og kemur til Vestfjarða og annarra hluta landsbyggðarinnar. Það leitar betra lífs og kjara en því bjóðast í heimalandi sínu. Margt þessa fólks sækir um íslenskan ríkisborgararétt og fær hann án þess að láta af hendi sinn fyrra ríkisborgararétt. Að þessu leyti gildir ekki jafnrétti. Íslendingar sem leita eftir ríkisborgararétti í öðrum ríkjum verða að gefa hinn íslenska eftir. Hinir nýju Íslendingar hafa því fleiri tækifæri en Íslendingar fæddir og uppaldir á Íslandi.

Reyndar var það ekki ætlunin að fjalla um þetta einstaka atriði, sem gefur nýjum Íslendingum forskot, heldur hitt, hve ört íslenskt samfélag breytist þessi árin. Upp spretta nýir angar menningar með framandi yfirbragð. Það sást vel á þjóðahátíðinni í Bolungarvík síðasta vor. Fulltrúar nærri fimm tuga þjóða byggja Vestfirði. Samt vilja Íslendingar í auknum mæli leita annað. Fólk leitar betri kjara, meiri lífsgæða og væntanlega lífshamingju í leiðinni. Einmitt þessi þróun ætti að verða stjórnmálamönnum nokkurt umhugsunarefni þegar þeir fjalla um byggðastefnu.

Við Íslendingar höfum með aðild íslenska ríkisins að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, opnað meira en 600 milljónum manna greiðan aðgang að Íslandi. Þegar Schengen-samningurinn um afnám vegabréfaskyldu innan væntanlegs svæðis sem samningurinn tekur til, fyrst og fremst Efnahagsbandalags Evrópu, tekur gildi, er hverjum sem á ríkisborgararétt í landi sem því tilheyrir heimilt að koma til Íslands. Það þar ekki vegabréf til. Með inngöngu fyrrum austantjaldsríkja, sem mörg búa við lakara efnahgagsástand en Ísland, verður íbúum þeirra opnuð greið leið til Íslands. Margir munu taka þeim tækifærum sem bjóðast á landsbyggðinni fegins hendi, þótt þau freisti ekki Íslendinga. Fjölgun útlendinga hefur meiri áhrif á landsbyggðinni en í höfuðborginni og kallar á ný tækifæri og nýja þjónustu við nýja borgara, sem huga þarf að.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli