Frétt

| 02.02.2000 | 14:19Framtíð byggðar

Bið hefur orðið á loforði um að líta yfir farinn veg á Vestfjörðum á liðnu ári. Hæst bar fólksflótta og kvótaflótta. Peningar ráða öllu undir aldamót. Hvort það er vísbending um áherslur næstu aldar, þeirrar tuttugustu og fyrstu, skal ósagt látið. Lengi hefur verið litið svo á, að Ísafjörður sé og hafi verið höfuðstaður Vestfjarða. Nú kann að verða breyting á fyrir tilstilli bæjarstjórnar stærsta sveitarfélagsins, Ísafjarðarbæjar. Hér er vísað til samþykktar um að leggja niður fræðsluskrifstofu Vestfjarða og stofna skólaskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Við fyrstu sýn verður ekki annað séð en að einangrunarstefna ráði ríkjum. Forystu Ísfirðinga er varpað fyrir róða, illu heilli. Búast má við að sveitarfélög í Barðastrandarsýslum snúi sér til Vesturlands og þau í Strandasýslu til Norðurlands vestra eftir þjónustu í fræðslumálum, sem hefur verið sótt til Ísafjarðar. Með þessu er hætt við að sú samstaða, sem hingað til hefur ríkt á fjórðungsgrunni eða kjördæmis sé rofin fyrir frumkvæði þeirra, sem eiga að gæta hennar.
Enn brýnna er að forðast einangrun þegar þessi þrjú kjördæmi verða eitt.

Hvort þarna ræður skammsýni eða misskilin framsýni á eftir að koma í ljós. Rætt hefur verið um sölu Orkubús Vestfjarða. Sú umræða er líkast til frumhlaup. Skammur tími mun líða þar til orkufyrirtæki verða með lögum gerð að hlutafélögum. Þá geta sveitarstjórnir, sem fara með umboð eigenda, leikið sér á verðbréfamarkaði. Hreppsnefnd Raufarhafnarhrepps náði ágætum árangri á síðasta ári, að vísu með bréf í Íslenskri erfðagreiningu. Ísafjarðarbær gæti átt von á allt að níu milljón króna hagnaði vegna notkunar forkaupsréttar að Fundvís ÍS og sölu áfram. Þessi ráð eru góð í litlu. Þegar á hólminn kemur tryggja þau ekki framtíð byggðar. Fiskvinnslan verður ekki tekin upp aftur með sama hætti og fyrr, því miður. Hún þreifst lengi á fiskverði, sem verðlagsnefnd ákvað til frystihúsanna, en nú ræður markaðurinn verðinu.

Í leit að nýjum leiðum dugar ekki að flytja fiskinn með vörubílum í aðra landshluta, þótt slægður sé. Hægt er að hafa hagnað af því að flaka hann og þá ætti flutningskostnaður að lækka, því meira kemst í hverri ferð. En þá eru hagsmunir flytjenda bornir fyrir borð. Að því slepptu, hvaða vit er í þessum flutningum? Eru engar hugmyndir um að skapa verðmæti hér heima fyrir úr fisknum? Láta Vestfirðingar stjórnast af hagsmunum annarra eða hvað? Frumkvæði og dug skortir.

Frumkvæði og nýsköpun

Fyrir nokkru var getið stefnumótunar fyrir Ísafjarðarbæ og sagt að meira þyrfti til. Svo virðist að þeir sem hafa hugmyndir og þrek til að framkvæma þær geri það annars staðar en á Vestfjörðum. Margir flytja suður. Nokkrir reyna þó hér heima. Verksmiðja til framleiðslu á hinum japanska gæðarétti sushi er risin og framleiðsla á fiskkökum er að hefjast í Bolungarvík. Þeim Gunnari Þórðarsyni og Guðna Einarssyni er óskað til hamingju með framtakið og velfarnaðar hvorum á sínu sviði.

Oft er rætt um Ísfirðinga, sem kröftugt og duglegt fólk. Meira ber þó oft á brottfluttum, enda ógna þeir síður ,,æskilegu" jafnvægi í samfélagi okkar er heima sitjum. Án samstöðu íbúa landsbyggðarinnar gerist fátt. Vestfirðingar og sérstaklega Ísfirðingar eiga góða brottflutta bandamenn. Leggi allir saman, ætti að vera létt verk að snúa af braut fólksfækkunar og minnkandi atvinnu. Brýnast er að fjölga tækifærum í þjónustu, verslun og viðskiptum. Ferskar hugmyndir, frumkvæði og markaðssetning skipta mestu. Náttúruverndarsinnar hampa ferðaþjónustu og afneita öðrum kostum, skilja ekki aðstæður búsetu ,,úti á landi". Án skilnings heldur flóttinn áfram. Á Ísland utan Reykjvíkur að þjóna tómstundum borgarbúa eða búsetu og atvinnu fólks?

bb.is | 30.09.16 | 09:26 Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með frétt Meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli