Frétt

mbl.is | 01.11.2002 | 12:26Forsvarsmaður Costgo dæmdur í hálfs árs fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag forsvarsmann pöntunarlistans Costgo í sex mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Fram kemur í dómnum, að sannað þykir að ásetningur mannsins hafi staðið til þess að fá fólk til þess að greiða 5000 krónur án þess að hann hefði nokkur tök á eða raunhæfa áætlun um að standa við þau loforð sem sú greiðsla var grundvölluð á.
Með háttsemi sinni hefði hann blekkt fjölda fólks til þess að greiða þessa fjárhæð fyrir vörulista sem ekki var til eða fyrir aðgang að viðskiptum um kaup á vörum sem ekki voru til staðar og komst þannig hann yfir 450.750 krónur á einum sólarhring, dagana 5. og 6. nóvember 2001. Dómarinn segir, að á hinn bóginn megi telja upplýst að ásetningur mannsins hafi ekki staðið til þess að komast yfir meint vöruverð. Skýringar hans á athöfnum sínum og áætlunum hafi verið óstöðugar og að hluta fráleitar.

Maðurinn lét birta heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu 5. nóvember 2001 þar sem hann auglýsir vörur á heildsöluverði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Gefið er upp verð á pöntunarlista, 5.000 krónur, og tilgreind nokkur sértilboð mánaðarins, dagana 5. nóvember til 9. nóvember. Vörur þessar voru á gjafverði, til dæmis Toshiba fartölva 750 Mhz á 25.000 krónur og AEG þvottavél 1600 snúninga á 25.000 krónur. Tilgreint er í auglýsingunni að matvara og raftæki verði send samdægurs og aðrar vörur eftir fimm virka daga.

Fjölmargir brugðust við auglýsingunni og 85 manns greiddu 5.000 krónur inn á uppgefna reikninga mannsins dagana 5. og 6. nóvember. Að kvöldi mánudagsins 5. nóvember hafði maðurinn samband við fyrirtækið Skúlason ehf. og falaðist eftir símaþjónustu og naut hann svarþjónustu þess á þriðjudeginum 6. nóvember eða þar til þeim var orðið ljóst að kvöldi þess dags að allt var í óvissu með þær vörur og vörulista sem hann lofaði. Maðurinn greiddi ekki uppsett endurgjald fyrir auglýsinguna í Fréttablaðinu, 166.208 krónur, og hann greiddi ekki Skúlasyni umsamið stofngjald þjónustu þeirra, 134.700 krónur. Sautján þeirra sem reyndu viðskipti samkvæmt auglýsingunni lögðu fram formlega kæru. Maðurinn bar fyrir dóminum að hann hefði búist við viðbrögðum frá um 60 manns og að hann hefði haft vörur fyrir um 10 manns. Hann staðfesti að hann hefði lofað þeim sem hringdu fyrst að vörur yrðu afhentar strax.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa greytt fyrir úttektarheimild í BYKO með tékkaeyðublaði í eigu húsfélags sem hann var gjaldkeri hjá, áritaða með bleki sem hvarf 3 dögum eftir áritun. Þannig náði maðurinn að taka út vörur að andvirði alls 685.484 krónur sem hann gat ekki greitt.

Fram kemur að maðurinn fékk dóm fyrir þjófnað árið 1988, skjalafals árið 1996 og í desember 2001 var hann dæmdur í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt á tæplega hálfri milljón króna úr sjóði áðurnefnds húsfélags. Segir í dómnum að refsingin nú sé hegningarauki við dóminn frá því í desember. Maðurinn hafi ekkert sér til málsbóta til þess megi líta að tókst að endurgreiða fólki, sem greitt hafði fyrir pöntunarlistana að mestu.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli