Frétt

Múrinn / Ármann Jakobsson | 01.11.2002 | 07:42Blóðþorsti bandaríska réttarkerfisins

Þegar búið var að handtaka leyniskytturnar í Bandaríkjunum hóf réttarkerfið störf. Í ljós hefur komið að eina áhugamál þess er að hægt sé að lífláta hina seku. Þetta gengur svo langt að leitað hefur verið að leiðum til að hægt væri að taka 17 ára afbrotamenn af lífi. Rétta þarf í ríki sem leyfir að 17 ára unglingar séu teknir af lífi og frá þessu öllu er sagt í íslenskum fjölmiðlum eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Eðlilega hafa margir Íslendingar tekið þátt í að mótmæla mannréttindabrotum Kínastjórnar. Meðal afreka hennar er að taka glæpamenn af lífi fyrir hvers konar sakir og jafnvel tugum saman á íþróttavöllum. Af þeirri ástæðu einni er lítt hugnanlegt að íslensk stjórnvöld skuli kappkosta að eiga vinsamleg samskipti við Kínastjórn. En hvað gætu þau svosem sagt í ljósi þess að þau vilja hafa hér herbækistöð ríkisstjórnar sem hefur stríð sem eitt helsta áhugamál sitt?

Það er sérkennilegt að íslensk stjórnvöld skuli aldrei segja eitt orð um ástand mannréttinda í Bandaríkjunum. En kannski ekki óvænt í ljósi þess að helstu Íhaldspennar Íslands skamma nú Svía fyrir að virða mannréttindi of mikils og kalla þá öllum illum nöfnum sem finnst það athugavert að mönnum sé haldið mánuðum saman í fangelsi án ákæru (jafnvel tíræðum öldungum, ef marka má Morgunblaðið). „En þetta er glæpamenn,“ sögðu allir Þjóðverjarnir sem vildu ekki trúa því versta á Hitler á sínum tíma. Nákvæmlega sama hugarfar er á bak við hugmyndir Bushdýrkenda allra landa um að veiti eigi Bandaríkjastjórn undanþágu frá því að virða mannréttindi í nafni „stríðs“.

En það eru ekki aðeins nýjustu afrek Bushstjórnarinnar á mannréttindasviðinu sem gera Bandaríkin að vafasamri vinaþjóð. Bandarískt samfélag einkennist af ómannúðlegum ójöfnuði þar sem hluti íbúanna lifir við sult og seyru og nýtur ekki eðlilegrar lágmarksþjónustu samfélagsins. Þar að auki er bandaríska réttarkerfið grimmdarlegt og ómannúðlegt. Víða eru menn þar dæmdir í 25 ára fangelsi fyrir smávægilegustu afbrot. Bandarísk fangelsi eru mörg hver fádæma viðbjóðsleg. Og síðast en ekki síst fer aftökum í Bandaríkjunum stöðugt fjölgandi og því miður er alls ekki sjaldgæft að unglingar séu dæmdir þar til dauða.

Hvergi þar sem raunverulegt lýðræði ríkir gæti komið til mála að taka af lífi 17 ára ungling sem hefði fylgt fertugum hermanni í manndrápsherferð. Í Evrópuríkjum væri óhugsandi að rætt væri um dauðadóm í slíku tilviki. En í Bandaríkjunum er hugarfarið annað. Þar þykja aftökur sjálfsagðar. Þær eiga væntanlega að hafa „fyrirbyggjandi áhrif“ á aðra glæpamenn. Ekki gengur það þó betur en svo að hvergi í heiminum er önnur eins morðalda og í Bandaríkjunum. Manndráp hins opinbera eru þar bara viðbót á kúfinn.

Ef íslenskt stjórnvöld tækju nokkuð alvarlega sem þau tala um mannréttindi á hátíðastundum væru þau að sjálfsögðu fyrir löngu búið að ræða þetta óárán í réttarkerfinu við þessa „mestu og bestu vinaþjóð okkar“, eins og það heitir stundum. Það er ekki nóg að senda prúðklædda sendimenn til Tjetjeníu og Kosovo að tala um mannréttindi. Við eigum ekki að gera minni kröfur til þeirra þjóða sem við eigum vinsamleg samskipti við.

áj

Vefritið Múrinn

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli