Frétt

| 27.09.2000 | 14:13Sölufólkið oft fákunnandi

Áslaug S. Alfreðsdóttir.
Áslaug S. Alfreðsdóttir.
„Það er áberandi hversu sölufólk, bæði innanlands og erlendis, þekkir landið lítið. Þetta fólk er ekki nógu sannfært um þá vöru sem það er að selja, svo ég tali ekki um svæði eins og Vestfirði, þangað sem fáir hafa komið. Þetta fólk getur ekki séð fegurðina í landslaginu og kyrrðinni, þeirri auðlind sem við erum að bjóða og teljum að flestir ferðamenn vilji upplifa. Þessir sölumenn sem eru að setja saman ferðir og selja skynja það þannig, að úti á landi sé ekkert um að vera, ekkert að sjá og þar er líka alltaf vont veður.“
Þannig komst Áslaug S. Alfreðsdóttir, hótelstjóri á Ísafirði, að orði í yfirgripsmiklu erindi á Ferðamálaráðstefnunni 2000 á Ísafirði í dag. Áslaug á að baki langa og fjölþætta reynslu á sviði ferðamála. Hún hefur m.a. verið í fylkingarbrjósti á þeim vettvangi á Vestfjörðum um árabil og fulltrúi í Ferðamálaráði Íslands.

„Við skulum svo ekki gleyma samgöngunum“, sagði Áslaug ennfremur. „Á sumrin eru vegir vondir og hættulegir og vegalengdir óheyrilegar. Á veturna er ófært upp fyrir Elliðaárbrekku, nema í dagsferðir, og flugið skulum við ekki ræða hér. Það er alltaf ófært eða allt of dýrt að fljúga innanlands.

Sannast sagna hefur ferðaþjónustan úti á landi átt erfitt uppdráttar vegna þessa hugarfarslega þröskuldar, sem er ótrúlega hár hjá mörgum. Ekki bætir úr skák, að arðsemi hefur minnkað og því eru fyrirtækin ekki í stakk búin að verja miklum fjármunum í vöruþróun, nýsköpun og markaðssetningu. Nýliðarnir gera sér í fæstum tilfellum grein fyrir því, að það þarf sjö til tíu ára úthald til að varan verði þekkt og þá er oftar en ekki komið í óefni. Sveitarfélögin eru lítil og veikburða og fá þeirra hafa bolmagn til þess að leggja í mikla kynningu á svæðum sínum.

En eru þá tækifæri á landsbyggðinni? Svar mitt er auðvitað já.

Sterkustu hliðar landsbyggðarinnar eru náttúra og mannlíf í víðustu merkingu þeirra orða. Ekki bara ósnortin náttúra heldur líka birta, myrkur, hljóð og kyrrð og mannlífið sjálft í landinu. Til þess að gestir njóti þessara gæða þarf að dvelja í náttúrinni. Dagsferðir duga ekki.“

Áslaug sagði síðan að ekki væri nóg að komast á staðinn. „Við verðum að hafa fjölbreytta gistingu og við verðum að hafa dægradvöl, auk þess sem menning, saga og náttúra þurfa að vera aðgengileg. Við verðum að gera náttúruna aðgengilega fyrir ferðamenn. Það er ekki nóg að segja: Þarna er fjall, það er gaman að ganga upp á topp. Ferðamaðurinn verður að sjá tilgang með ferðinni.

Til þess að geta unnið markvisst að þessu þarf að vinna að sameiginlegri stefnumótun fyrir hvern áfangastað, þar sem sérkenni hvers staðar eru skilgreind, þar sem áherslur eru mismunandi eftir stöðum og eftir árstíðum. Í þessari stefnumótun þarf að tryggja að ferðamaðurinn geti notið vissrar grunnþjónustu allt árið. Samvinna allra þeirra sem starfa á sama stað þarf að vera meiri.“

Um þátt staðkunnugra í ferðaþjónustu sagði Áslaug: „Tengsl heimamanna við náttúru og sögu eru sterk. Ferðamenn kunna best að meta það þegar fróðir heimamenn segja söguna. Menn eins og Geir í Ósvör og Egill á Hnjóti. Það eru líka heimamenn sem þekkja náttúruna best. Þeir þekkja hvern hól og hverja hæð. Þeir þekkja fuglana og plönturnar, þeir þekkja veðrið og birtuna. Þetta kunna ferðamenn að meta og vilja fá að njóta þessa.“

Í lok máls síns sagði Áslaug, að til þess að ná sem bestum árangri þyrfti að breyta hugsunarhættinum. „Við verðum að styrkja það sem fyrir er og lengja þann tíma sem ferðamenn koma út á land. Við verðum að nýta þær auðlindir sem við höfum, landið, fólkið og menninguna, og trúa á okkur sjálf. Við verðum að trúa því að ef við gerum vel, þá uppskerum við í samræmi við það. Ef við gerum þetta ekki, þá munum við missa sérstöðu okkar sem ferðamannaland. Tískusveiflur eru í ferðalögum eins og mörgu öðru og við verðum að standa okkur í að uppfylla væntingar ferðamannanna og selja þeim drauminn.“

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli