Frétt

bb.is | 31.10.2002 | 08:29„Ekkert annað en lúalegt bragð til að koma höggi á sýninguna“

Ragnar Bragason kvikmyndagerðarmaður.
Ragnar Bragason kvikmyndagerðarmaður.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Ragnar Bragason gerir í opnu bréfi athugasemdir við yfirlýsingu Kristins J. Níelssonar varðandi tónlist í leikverkinu Muggi. „Það sem mér þykir afskaplega undarlegt er að þú skulir senda út þessa yfirlýsingu þar sem leikstjórinn gekk að ósk þinni að tónlistin yrði fjarlægð úr verkinu“, segir Ragnar meðal annars. „Yfirlýsing þín er ekkert annað en lúalegt bragð til að koma höggi á sýninguna og á rætur sínar í einhverskonar blöndu minnimáttarkenndar og hefnigirni“ segir Ragnar einnig í opnu bréfi til Kristins.
Opið bréf til Kristins J. Níelssonar frá Ragnari Bragasyni.

Kæri Kristinn.

Sem höfundur kvikmyndahluta leikverksins Muggur get ég ekki orða bundist og gert athugasemd við yfirlýsingu þá sem þú hefur gefið út um hlutdeild þína í Muggi.

Ok. Þér var brugðið hvernig tónlist þín var notuð í sýningunni og það er afskaplega leiðinlegt fyrir þig. Velkominn í veruleika þeirra sem semja tónlist fyrir leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Svona er þetta, ekki bara fyrir þig, heldur fyrir alla. Hvort sem þú ert leikari, tónskáld, búninga-, ljósa- eða leikmyndahönnuður, þá verður þú að vera búinn undir það að höfuð sýningarinnar taki listrænar ákvarðanir um notkun á aðkeyptu efni. Nær undantekningarlaust er tónlist stytt, færð til og hlutar hennar útilokaðir. Og skiptir þá ekki máli hvort þú heitir Kristinn J.Níelsson eða Ennio Morricone.

Í tilviki leikverksins Muggs þá veit ég það sjálfur að þú sóttir ekki æfingar á undirbúningstímabilinu. Það gerði ég aftur á móti og var í stöðugu samtali við aðra þátttakendur verkefnisins við gerð kvikmyndahlutanna. En samt sem áður voru þeir ekki allir notaðir á endanum og hafði ég nákvæmlega ekkert við það að athuga. Leikhús er skapandi ferli og hlutirnir í stöðugri þróun fram á síðustu mínútu.

Punktur þinn um að þú getir ekki talist höfundur tónlistar af því að tónlist eftir aðra sé notuð í sýningunni er algerlega út í hött. Í stórum hluta leiksýninga og kvikmynda er notuð önnur tónlist en eftir aðalhöfund áhrifstónlistar. Þess fyrir utan að í leikskrá og plakati sýningarinnar er þess getið að notuð sé tónlist eftir fleiri en þig. Finnst þér að ef fleiri en einn höfundur tónlistar komi að verki, þá eigi enginn að vera krediteraður, af því að höfundarverkið sé ekki hreint og ómengað?

Það sem mér þykir afskaplega undarlegt er að þú skulir senda út þessa yfirlýsingu þar sem leikstjórinn gekk að ósk þinni að tónlistin yrði fjarlægð úr verkinu. Þeim bar engin skylda til þess. Ef þau hefðu ákveðið að skeyta engu um hótanir þínar hefði verið sama hvaða lögfræðingastóð þú hefðir fengið, þú hefðir aldrei unnið það mál þar sem þér hafði verið greitt fyrir þína vinnu.

Yfirlýsing þín er ekkert annað en lúalegt bragð til að koma höggi á sýninguna og á rætur sínar í einhverskonar blöndu minnimáttarkenndar og hefnigirni.

Þú lætur eins og það hafi átt að selja sýninguna út á þitt nafn. Fyrirgefðu, en hvað hefur þú gert á þínum ferli sem réttlætir það? Heldurðu að það komi færri á sýninguna eftir að þitt framlag hafi verið fjarlægt? Ég efast um að eftirfarandi samtal eigi eftir að eiga sér stað, hvort sem það er á Ísafirði eða í Reykjavík:

„Eigum við að sjá Mugg í kvöld?“

„Nei, það getur varla verið varið í það eftir að tónlistin hans Kristins var fjarlægð.“

Þú kvartar yfir því að þau fjarlægi tónlistina (athugaðu, sem er það sem þú fórst fram á, ef þau skikkuðust ekki til að nota hana alla og á „réttum“ stöðum) sérstaklega í ljósi þess að hún tók mikinn tíma, vinnu og fórnir í framleiðslu.

Þessi yfirlýsing þín upplýsir vanþekkingu þína og með henni gerirðu sjálfan þig að flóni.

– Ragnar Bragason, kvikmyndaleikstjóri.

P.s.:

Smá dæmisaga:

Kevin Costner varði átta vikum á tökustað á óskarsverðlaunakvikmyndinni The Big Chill þar sem hann lék eitt aðalhlutverkið. Þegar leikstjórinn kom út úr klippiherberginu var ekki að sjá tangur né tetur af Costner. Hann hafði lent á klippigólfinu. Ekki kvartaði Costner þó svo að hans ferill hefði eflaust tekið kipp fyrr ef nafnið hans verið á plakatinu. Hins vegar mat leikstjórinn það svo mikið við hann að hann réð Costner í aðalhlutverk í sinni næstu mynd Silverado. Eftir það varð hann alþjóðleg kvikmyndastjarna.

Skemmtilegt frá því að segja.

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli