Frétt

| 27.09.2000 | 12:08Miðstýring ferðamannastaða er úrelt fyrirkomulag

Sturla Böðvarsson flytur ávarp sitt á ráðstefnunni.
Sturla Böðvarsson flytur ávarp sitt á ráðstefnunni.
„Miðstýring ferðamannastaða eins og sú sem Náttúruvernd ríkisins hefur með hendi er að mínu mati úrelt fyrirkomulag, sem getur valdið stöðnun í stað framþróunar. Frumkvæðið í ferðaþjónustunni er hjá einstaklingunum og þeir þurfa bakhjarl sem þeir geta treyst og skilið. Þannig geta til dæmis sveitarfélög og fjórðungssambönd haft á sinni hendi stjórn svæða og sinnt rannsóknum á þeim, að sjálfsögðu með færustu sérfræðinga innan sinna vébanda“, sagði Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, í ávarpi sínu nú fyrir hádegið á Ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
„Upplýsingamiðstöðvar og gestastofur eru eitt af því sem sameinar innviði og markaðssetningu. Þær eru andlit bæja og heilla byggðarlaga og því nauðsynlegt að vel sé á málum haldið“, sagði samgönguráðherra. „Til viðbótar auknum fjármunum til upplýsingamiðstöðva á þessu ári veitti ráðuneytið gestastofunni í Reykholti styrk til rekstursins með skilmálum og samningi um framboð á þjónustu fyrir hinn almenna ferðamann. Stefni ég að því að skoða fleiri mál af þessu tagi. Víðast er vel að þessum málum staðið. Til dæmis hefur verið sérstaklega ánægjulegt að sjá hve Geysisbændur hafa haldið myndarlega á sínum málum og gefið þeim vinsæla ferðamannastað alveg nýja vídd.

Sú uppbygging sem hér um ræðir er að mestu í höndum heimamanna. Mér finnst nauðsynlegt að heimamönnum verði á fleiri sviðum ferðaþjónustunnar fært vald til að ráða sínum eigin málum.“

Ráðherrann kom í ávarpi sínu inn á starf nefndar um heilsutengda ferðaþjónustu, sem lokið hefur störfum. „Í áliti þeirrar nefndar komu fram athyglisverðar tillögur. Greinilegt er að þarna er mikill efniviður fyrir hendi en jafnframt töluvert starf óunnið til að hann megi nýta sem best. Nefndin gerir það m.a. að tillögu sinni að stofnað verði til hvatningarverðlauna í heilsutengdri ferðaþjónustu enda nauðsynlegt að vekja athygli á því sem vel er gert. Mér er sönn ánægja að því að tilkynna ykkur að samgönguráðuneytið mun veita slík verðlaun í fyrsta skipti á næsta ári.

Ég hef vísað tillögum nefndarinnar til úrvinnslu hjá Ferðamálaráði og Markaðsráði. Skýrslan er á vef samgönguráðuneytis og hvet ég ráðstefnugesti til að kynna sér efni hennar.“

Ráðherrann vék einnig að byggingu ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík og þýðingu hennar fyrir ferðaþjónustu á landsbyggðinni. „Eitt af því sem ég tel að geti skipt sköpum fyrir ferðaþjónustuna um land allt er að við náum að gefa landinu nýja ásýnd, við hlið þeirrar sem náttúran gefur. Hér er ég að tala um byggingu ráðstefnumiðstöðvar í tengslum við tónlistarhús í miðborginni með tilheyrandi þjónustu. Þarna tel ég að til verði segull sem landið þarf á að halda svo að allt tal um lengingu ferðamannatímans sé ekki eingöngu orðin tóm. Sannfæring mín er að með ráðstefnumiðstöð yrði brotið blað í íslenskri ferðaþjónustu.

Ég sé fyrir mér að með tilkomu ráðstefnumiðstöðvar og tónlistarhúss á hafnarbakkanum í Reykjavík verði jafnframt hægt að bæta umgjörð farþega skemmtiferðaskipa. Sú aðstaða gæti haft áhrif á þá ákvörðun að skip komi hingað til lands. Þannig gæti bætt aðstaða í Reykjavík haft góð áhrif á þessa tegund ferðaþjónustu á fleiri stöðum, til að mynda hér á Ísafirði.“

Samgönguráðherra minnti á það í ávarpi sínu, að öryggismál ferðamanna hafa verið mjög til umræðu á liðnu sumri. „Slys munu því miður áfram verða, en ég legg ríka áherslu á að tryggja að hvergi sé veikur hlekkur, verði því við komið. Hef ég óskað eftir því við ferðamálastjóra að hann fari yfir það með Vegagerðinni, hvort upplýsingagjöf til vegfarenda sé ábótavant og jafnframt óskað eftir tillögum um úrbætur ef nauðsynlegar eru. Engin ástæða er til að umfjöllun um þessi mál veki ótta um að landið sé ekki öruggur ferðamannastaður. Við gerum hins vegar þær kröfur til allra að þeir standi sig á þessu sviði.“

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli