Frétt

Leiðari 5. tbl. 2000 | 02.02.2000 | 14:17Háspil á hendi

Eflaust þykir mörgum nóg um þegar svo er komið að þrír af sjö stjórnarmönnum Byggðastofnunar eru þingmenn og varaþingmaður Vest firðinga. Og bætt verður um betur ef fyrirhuguð breyting á kjördæma skipan nær fram að ganga. Fjórir af sjö stjórnarmönnum hafa búsetu í Norðvesturkjördæmi hinu nýja.

,,Byggðinni er viðbjargandi" segir riddarinn hugumstóri, einn þing manna Vestfirðinga, sem fer fyrir hinum fríða hópi Byggðastofnunar manna, í viðtali við BB í síðustu viku og bætir við, að ,,mikilvægast sé að byggja upp fleiri svæði á landinu en Reykjavíkur svæðið" .. ,,og geta boðið þar upp á sambærilega möguleika í lífskjörum og atvinnu og öðru sem máli skiptir" Þetta er vel mælt.

Miðað við margra ára rembing stjórnvalda og einstakra þingmanna sem oftast hafa lent í geitarhúsi þá ullar var leitað í byggðamálum hljóta eftirfarandi orð hins nýja formanns Byggðastofnunar að vekja athygli: ,,Það er nokkuð ljóst hvað gera þarf til að ná þessu markmiði og eitt helsta verkefnið verður að vinna þeim aðgerðum stuðning og skilning."

Árum saman hafa stjórnvöld lagt upp í hvern björgunarleiðangur inn á fætur öðrum til þess að viðhalda landsbyggðinni eða efla. Hvernig sem á því stendur minnist landsbyggðafólk lítið hnossins, sem vera átti í farteskinu. Reynslan er ólygnust. Af henni verða ekki dregnar aðrar ályktanir, en að annað tveggja hafi markmiðin við upphaf ferðar verið óljós eða þá að menn kunnu ekki á áttavitann og viltust af leið.

Ef stjórn Byggðstofnunar hefur allt í einu öll tromp á hendi og okkar árvökulu þingmenn hafa séð ljósið, hvernig væri þá að við sem heima sitjum værum upplýst á aðeins skilmerkari hátt en þann, að lausnin liggi nokkuð ljóst fyrir. Þessi talsmáti þingmanna er nefnilega ekki alltaf auðskilinn.

Eftirleikurinn, að ,,vinna þeim aðgerðum stuðning og skilning" ætti ekki að vera ofraun vösku liði. Að ekki sé talað um þann breiða bakhjarl á þingi sem formaðurinn og samnefndar maður hans, fyrsti þingmaður Vestfirðinga hafa, að ætla má. Ekki skortir markmiðayfirlýsingar stjórn valda fyrr og síðar.

Vestfirðingar þurfa ekki að róta lengi í handraðanum til að finna þeim lítt hugnanleg mál þar sem ekki skorti á hlýðnina og húsbónda hollustuna þegar kom að því að styðja á hnappinn. Það ætti því ekki að væflast fyrir mönnum að vinna úr þeim spilum, sem þeir telja sig hafa á hendi.
s.h.

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli