Frétt

Stakkur 44. tbl. 2002 | 30.10.2002 | 17:07Gamla Alþýðubandalagsklíkan?!

Mikið gekk á um helgina á Hólmavík. Á laugardaginn hélt Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi þing sitt. Gekk á ýmsu og endaði svo að fylkingin klofnaði og var því ekki rétt nefnd Samfylking í lok þingsins heldur tvær fylkingar. Annars vegar voru þeir sem vildu flokksval um uppstillingu á lista, grasrótarmenn með talsmanninn Gísla Hjartarson í fararbroddi. Hann er gamall Alþýðubandalagsmaður sem gekk til liðs við Alþýðuflokkinn og gerðist ritstjóri blaðs Ísafjarðarkratanna, Skutuls. Hins vegar voru menn undir forystu meðal annars Jóhanns Ársælssonar þingmanns af Vesturlandi, sem vildi uppstillingu og taldi það vænlegra en prófkjör.

Atkvæði munu hafa fallið á þann veg að 43 vildu fara Jóhanns leiðina en 37 vildu viðhafa flokksvalið, sem er reyndar nýtt orð yfir gamla aðferð ef rétt er skilið. Sennilega hafa viðkomandi 37 menningar talið að nýtt hugtak hefði betri verkan en orðið prófkjör. Ef rétt er skilið er mikill hiti í mönnum og óvíst um eftirleikinn. En það er nú svo að trúnaðrmenn stjórnmálaflokka verða að gæta þess, vilji þeir á annað borð fá atkvæði almennings í kosningum, að haga störfum sínum með þeim hætti að rýra ekki traust flokksins gagnvart líklegum kjósendum í kosningum.

Áður hafði minnihluti stjórnar kjördæmisráðs Samfylkingarinnar lagt fram tillögu um galopið prófkjör. Greinilegt er að verulega hefur hitnað í kolunum. Því fram mun hafa komið dagskrártillaga um fundarhlé til þess að þingmenn á kjördæmisþinginu gætu rætt málin. Henni stakk fundarstjóri undir stól ef marka má frétt DV á mánudaginn af þinginu. Gísli Einarsson alþingismaður af Vesturlandi er mjög heitur í viðtalinu og segir þar að þetta sé gamla klíka Alþýðubandalagsins að passa sína pósta. Ljótt ef satt er að hún lifi enn sú gamla klíka. Gísli segir reyndar að hann þurfi þrjá daga til þess að átta sig á stöðunni. Í fréttum RÚV á mánudagskvöldið var haft eftir Gísla alþingismanni að hann sæi eftir því að hafa sagt þetta.

Væntanlega verður sú ályktun dregin af sinnaskiptum hans að rétt sé í raun að Alþýðubandalagsarmurinn í Samfylkingunni hafi undirtökin í Norðvesturkjördæminu. Hinn Gísli, Hjartarson, mun víst ekki spá góðu fyrir framhaldinu og telja að rétt hefði verið að leyfa hinum almenna flokksmanni að ráða því hverjir yrðu í framboði fyrir flokkinn. Ef grasrótin hefði fengið að ráða yrði ekkert við niðurstöðunni að segja, en niðurstaða sjö manna nefndar yrði ekki lýðræðisleg. Það er reyndar einkar athyglisvert af munni fyrrum Alþýðubandalagsforkólfs, sem gerðist krati og síðan bandamaður þess flokks sem hann hafði kosið að yfirgefa, að hafa uppi stór orð um ólýðræðislega uppstillingu. Ef til vill er það rétt hjá Gísla Einarssyni alþingismanni að sú gamla klíka Alþýðubandalagsins lifi góðu lífi. En aukast þá möguleikar Frjálslyndra?


bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli