Frétt

Leiðari 44. tbl. 2002 | 30.10.2002 | 17:06Lengur verður ekki beðið

,,Við hefðum aldrei flutt frá Súgandafirði ef jarðgöngin hefðu verið komin.“ Í þessari einörðu yfirlýsingu fyrrum íbúa á Suðureyri dylst kaldur veruleiki, ótal tilfella, þar sem fólk af landsbyggðinni gafst upp á að búa við þá félagslegu einangrun og það mikla óöryggi á öllum sviðum, sem stopular samgöngur og einangrun, jafnvel mánuðum saman, hafa í för með sér. Þetta vandamál skilja þeir einir, sem við það búa.

Bæjarins besta hefur margsinnis gert þetta mál að umtalsefni og bent á, hversu áríðandi það er fyrir íbúa strjálbýlisins að búa við greiðar og öruggar samgöngur allt árið. Blaðið sér því ástæðu til að fagna og lýsa yfir fullum stuðningi við þá kröfu bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á hendur stjórnvöldum, að við gerð nýrrar vegaáætlunar á yfirstandandi þingi, verði málum þannig á bekk skipað, að lokið verði við að leggja bundið slitlag á þjóðveginn við Ísafjarðardjúp innan fimm ára, í stað tíu ára líkt og gildandi vegaáætlun gerir ráð fyrir.

Það verður að segjast eins og er, að um langt árabil hefur það orð farið af vegum á Vestfjörðum á heildina litið, að fólk annars staðar á landinu hefur veigrað sér við að leggja leið sína hingað. Þetta viðhorf er því miður til staðar enn þann dag í dag hjá býsna mörgum, þrátt fyrir að verulegar umbætur hafi orðið á vegum hér vestra á liðnum árum. Illt orðspor er oft erfitt að uppræta.

Engum blöðum er um það að fletta að staða vestfirskra byggða væri önnur og betri ef jarðgöngin undir Breiðadals- og Botnsheiði hefðu komið a.m.k. áratug fyrr en raun varð á. Rennir þetta stoðum undir kröfuna um bundið slitlag á þjóðveginn um Ísafjarðardjúp innan fimm ára. Biðin eftir samgöngum vinnur gegn okkur. Vestfirðingar þola ekki tíu ára bið eftir að jafn sjálfsögðu réttlætismáli og boðlegu vegasambandi við aðra landshluta, verði landað.

Skaðinn sem vestfirskar byggðir hafa orðið fyrir í gegnum árin vegna þess hve landshlutinn hefur verið látinn sitja á hakanum hvað samgöngur varðar, verður ekki metinn. Það hefur heldur engan tilgang að horfa um öxl. Það sem nú skiptir máli er að stjórnvöld taki sig á og standi þannig að verki, að við sitjum ekki enn einn áratuginn aftast á merinni.

Við þurftum að bíða lengi eftir jarðgöngunum. Við höfum ekki ráð á að bíða jafn lengi eftir þjóðveginum um Ísafjarðardjúp. Framtíð byggða á norðanverðum Vestfjörðum er að veði.
s.h.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli