Frétt

Múrinn / Sverrir Jakobsson | 30.10.2002 | 07:43Er ekki kominn tími til átta sig?

Dráp rússneskra yfirvalda á 50 hryðjuverkamönnum og 117 óbreyttum borgurum í leikhúsi í Moskvu nú um helgina eru skelfilegur vitnisburður um afleiðingar þess pólitíska rétttrúnaðar að ofbeldi leysi allan vanda. Pútín, forseti Rússlands, hefur vissulega beðist afsökunar á að hafa ekki getað bjargað lífi allra gíslanna. Það er þó engan veginn nóg. Hann hefði frekar átt að viðurkenna ábyrgð sína á því að rússnesk stjórnvöld náðu að myrða 150 manns með taugagasi, til mótvægis við þá tvo sem gíslatökumennirnir drápu. Sú stefna að semja ekki undir neinum kringumstæðum við hryðjuverkamenn kostaði 150 mannslíf um helgina.
Vissulega dettur engum í hug að gíslatökumennirnir hafi haft neitt gott í hyggju með athæfi sínu. Þeir hótuðu vissulega öllu illu. Samt sem áður er erfitt að ímynda sér neina aðra leið til að takast á við þá sem gæti hafa haft skelfilegri afleiðingar í för með sér en þessi hafði. Rússnesk stjórnvöld áttu vissulega erfitt með að verða við kröfum hryðjuverkamannanna um „frjálsa Téténíu“, en það er hins vegar orðið löngu tímabært fyrir rússnesk yfirvöld að endurskoða framgöngu sína þar. Þau átti að ekki þurfa hryðjuverk til að átta sig á því.

Eflaust vilja einhverjir loka augunum fyrir því að skýr tengsl eru á milli athæfis rússneskra stjórnvalda í Téténíu og þeirra örvæntingaraðgerða sem hryðjuverkamennirnir gripu til í Moskvu. Ef Pútín forseti hefði sömu trú á samningaviðræðum og sáttaumleitunum og hann hefur á valdbeitingu og hernaði þá hefði hugsanlega mátt koma í veg fyrir þessi hryðjuverk. Hann stæði þá kannski ekki uppi eins og flón eftir eiturgashernað gegn fólkinu sem átti að bjarga.

Ekki er þar með sagt að stríðið í Téténíu sé Rússum einum að kenna. Eftir að Jeltsín Rússlandsforseti hafði frumkvæði að því að leysa upp Sovétríkin 1991, til að komast sjálfur í hóp valdamestu þjóðhöfðingja heimsins, þá jókst þeirri trú fylgi að fyrrverandi Sovétríki og sjálfstjórnarumdæmi hefðu rétt á því að „hreinsa“ burt rússneska innflytjendur. Þessi þjóðrembupólitík hefur verið sums staðar verið rekin með því að beita borgaralegum kúgunarmeðölum. Íslenskir stjórnmálamenn hafa lýst yfir stuðningi við slíka viðleitni í Eistlandi og Lettlandi. Í Téténíu gripu innlendir þjóðrembumenn til kröftugri meðala, með þeim afleiðingum að Jeltsín Rússlandsforseti fór í stríð gegn þeim árið 1994 og Pútín aftur árið 1999.

Stríð Rússa gegn Téténum hófst kannski ekki að tilefnislausu en það hefur ekki skapað neinn stöðugleika í héraðinu. Þvert á móti hafa grimmdarverk rússneska hersins einungis skerpt skilin á milli Rússa og téténskra þjóðernissinna. Í hvert skipti sem rússneski herinn herðir sóknina eykst öfgamönnum fylgi. Þeir svara með hryðjuverkum, sem síðan er svarað með enn meiri hörku. Þannig verður til sá vítahringur ofbeldis sem við þekkjum frá Palestínu, Norður-Írlandi, Kólumbíu, Nepal, Filippseyjum og öllum þeim öðrum löndum þar stjórnmálamenn hafa reynt að uppræta skæruliða og hryðjuverkamenn með því að slá þeim við í ofbeldis- og hryðjuverkum.

Er ekki kominn tími til að átta sig? Eða ætla fleiri þjóðarleiðtogar að feta í fótspor Pútíns og drepa 117 kjósendur með taugagasi?

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli