Frétt

| 27.09.2000 | 09:31„Viðbrögðin fyrirsjáanleg og í stíl við annað“

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
„Fáránleg, ofsafengin og fordómafull viðbrögð gegn fyrirætlunum um að fela traustri og virtri fjármálastofnun í Bolungarvík nokkur verkefni fyrir eina ríkisstofnun voru á margan hátt fyrirsjáanleg. Hefur ekki alltaf orðið djöfulgangur þegar áform hafa verið um að hið opinbera léti framkvæma viðfangsefni sín utan póstnúmera höfuðborgarsvæðisins?“ Þannig spyr Einar K. Guðfinnsson alþingismaður í afar hvassri grein í Morgunblaðinu í dag.
Og Einar Kristinn heldur áfram:

„Hafa hinir sjálfskipuðu álitsgjafar á fjölmiðlunum ekki alltaf viðrað fordóma sína þegar menn hafa gert tilraunir til þess að jafna hlut landsbyggðarinnar? Svar: Jú, í hvert einasta skipti. Þess vegna voru viðbrögðin nú fyrirsjáanleg og í stíl við annað. Það er því ekki frekar ástæða til þess að kippa sér upp við þau að þessu sinni en endranær. Sama gamla sagan endurtekur sig nefnilega alltaf þegar að þessum málum kemur.

Athyglisverð er hins vegar þögn hinna sömu um að fjármálaumsýsla opinberra sjóða fer almennt fram á höfuðborgarsvæðinu, án útboðs. Gamla Húsnæðisstofnunin fól áratugum saman undirstofnun eins viðskiptabankanna innheimtu skulda, sem voru margfaldar að umfangi, miðað við fjármálaumsýslu Byggðastofnunar. Þar var ekki byggt á útboði heldur beinum samningum. Mér er ekki kunnugt um að viðskiptabankasambandið hafi hótað hörðum viðbrögðum vegna þess arna. Þar til að því kom að færa verkefnið út fyrir höfuðborgarsvæðið. Þá varð allt vitlaust - auðvitað.

Skemmst er líka að minnast þess að á þessu sumri var tveimur nýjum stofnunum valinn staður í Reykjavík, Persónuverndinni og Lyfjastofnun. Báðar þessar stofnanir voru þó í eðli sínu nýjar. Þeim var meðal annars ætlað hlutverk sem ekki hafði verið sinnt áður, auk þess að sjálfsögðu að sinna um verkefni sem aðrar stofnanir (sem auðvitað áttu heimilisfesti syðra) höfðu áður haft með höndum.

Staðsetning þessara stofnana utan landsbyggðarinnar var núna m.a. réttlætt með því að ekki mætti slíta rótfasta starfsemi úr þeim jarðvegi sem hún hefði sprottið. Með þessum rökum er hægt að rökstyðja út í hið óendanlega, að ríkisstofnanir séu alltaf og ævinlega á höfuðborgarsvæðinu. Spennandi verður því að sjá hvort verkefni vegna Schengen-samningsins, sem óumdeilanlega eru þó ný, verði unnin innan eða utan landsbyggðarinnar.“

Einnig segir Einar K. Guðfinnsson í grein sinni:

„Stundum er líka rætt um að ekki eigi að setja niður stofnanir, heldur skilgreind verkefni ríkisins úti á landi. Með því væri komið í veg fyrir óþarfa röskun og umrót. En þessi röksemd er ekki heldur vatnsheld. Í dag er þessum verkefnum sinnt af starfsmönnum opinberra stofnana. Flestum hverjum á höfuðborgarsvæðinu. Yrðu þau verkefni unnin annars staðar fylgir þeirri ákvörðun vitaskuld röskun fyrir þá starfsmenn sem áður hafa annast þau.

Gott dæmi um þetta er þegar stjórn Byggðastofnunar ákvað að verkefni sem þróunarsvið Byggðastofnunar í Reykjavík sá um yrðu unnin af þróunarsviði sömu stofnunar á Sauðárkróki. Það varð uppi fótur og fit. Alveg eins og núna, þegar rætt er um að fela Sparisjóði Bolungarvíkur nokkur verkefni sem nú er sinnt hjá Byggðastofnun. Þannig var það þá, þannig er það nú og þannig verður það.

Hér er nefnilega verið að takast á um mikla hagsmuni. Fólkið í byggðunum úti á landi unir því einfaldlega ekki að hafa ekki sömu möguleika til þátttöku í opinberri starfsemi og aðrir landsmenn. Við vitum öll að fjarlægðarrökin, masið um einangrun og fjarlægð, eiga ekki lengur við. Það er því ekki að undra að menn utan höfuðborgarinnar séu að tvíeflast í kröfunni um að „opinberum störfum fjölgi eigi minna hlutfallslega á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu“.“

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli