Frétt

Vefþjóðviljinn | 29.10.2002 | 07:41Að segja fréttir og búa til fréttir

Sumir halda að fréttamenn hafi þann starfa helstan að segja fréttir. Vissulega er það áberandi hluti starfs þeirra en margir þeirra virðast sinna öðrum hluta af ekki minni ákafa. Það er ekki bara að fréttamenn segi fréttir, þeir búa til fréttir. Og er þá ekki átt við það að þeir setji atburði líðandi stundar í aðgengilegt samhengi, nei þegar hér er sagt að fréttamenn búi til fréttir er átt við það að þeir taka merkingarlausa atburði og segja af þeim slíkar fréttir að óviðbúnum áhorfanda finnst um stund sem talsverð tíðindi hafi orðið. Alvarlegur fréttamaður þylur upp eitthvert aukaatriði og grefur svo upp einhvern sem finnst aukaatriðið stórmál, og voila: það er komið upp hneyksli. Að minnsta kosti „brotalöm“ sem má ræða í nokkra daga. Með því svo að einblína á aukaatriði mála en horfa að mestu fram hjá aðalatriðum þá tekst fréttamönnum að slá tvær flugur í einu höggi; þannig ná þeir í senn að búa til frétt og þagga niður fréttnæmt efni.
Undanfarna daga hafa íslenskir fréttamenn boðið upp á ýmis sýnishorn þessarar iðju sinnar. Skammt er að minnast brunans mikla við Laugaveg á dögunum en þar hafa fréttamenn ekki enn séð neitt fréttnæmara en það að ekki hafi verið boðið upp á tafarlausa „áfallahjálp“ þegar íbúi hoppaði út úr brennandi húsi. Þó vel megi segja, ef einhver vill, að gott hefði verið að íbúinn hefði þegar í stað verið vafinn í teppi þá er hrein fjarstæða að þetta áfallahjálparleysi hafi verið eitthvert aðalriði atburða þessarar nætur. En móðursjúkum fréttamönnum hefur sennilega tekist að telja einhverjum trú um hið gagnstæða með hinu furðulega „fréttamati“ sínu.

Og hvað á að segja um þessar látlausu fréttir af örmótmælum gegn væntanlegum stóriðjuframkvæmdum austur á landi? Hvað fær ákveðna fjölmiðla til að birta myndir í hvert einasta skiptið sem sami tólf manna hópurinn hittist á Austurvelli, les þar ljóð eða vefur álpappír utan um styttuna af þeim frjálslynda framfaramanni, Jóni Sigurðssyni? Hvað í ósköpunum er fréttnæmt við þetta rugl? Hver eru tíðindin? Það vita allir að skoðanir eru skiptar um þessi mál svo ekki liggur fréttagildið í því. Það er ekki eins og eitthvað nýtt komi fram við þessar aðgerðir, nýjar röksemdir eða eitthvað. Það er ekki eins og þessar dellusamkomur skipti nokkru máli.

„Já en er það ekki lýðræðislegt að allar raddir fái að heyrast?“ spyr kannski einhver. Jú auðvitað á ekki að banna mönnum að tjá skoðanir sínar og vitaskuld eiga andstæðingar stóriðju sama rétt og aðrir. En það gerir skoðanirnar ekki fréttnæmar í hvert sinn sem þær eru boðaðar með tilgerðarlegum hætti á almannafæri. Það er einfaldlega ekki fréttnæmt þó einhver stóriðjuandstæðingur standi á Austurvelli í korter og lesi ljóð. Eða hvað ætli menn segðu ef aðrir tækju að beita samskonar „röksemdum“? Hvað ætli menn segðu ef stuðningsmenn stóriðjuframkvæmda tækju að vefja salernispappír utan um styttur bæjarins? Atvinnulausir Austfirðingar stæðu við aðalgötuna á Reyðarfirði og læsu þar ljóð. Ætli fréttastofur ríkisins myndu segja frá því öllu eins og stórviðburðum? Ætli Morgunblaðið - sem auðvitað tekur sömu rétttrúnaðarafstöðuna til stóriðjuframkvæmda og annarra mála - myndi senda Raxa austur að taka mynd af ljóðalesurunum? Nei ætli menn myndu ekki átta sig á því hvílík della væri á ferðinni.

Og hvað er með þessar fréttir af konunni sem segist vera hætt að borða mat til að leggja áherslu á sjónarmið sín í stóriðjumálum? Hvað eiga þær „fréttir“ eiginlega að þýða? Það er nákvæmlega ekkert fréttnæmt við þennan stóriðjukúr konunnar. Mataræði hennar - eða skortur á því - á einfaldlega ekkert minnsta erindi í fréttatíma. Eða hvað ætla fréttamenn að gera ef holdugur maður austur á Fáskrúðsfirði hættir líka að borða, en gerir það bara til að hvetja menn til að fara nú að virkja? Eða ef óþolinmóðir ungir sjálfstæðismenn taka að svelta sig til að hvetja fjármálaráðherra sinn til að fara nú að lækka skatta? Eða ungir vinstrigræningjar til þess að krefjast aukinna útgjalda til einhvers málaflokksins. Eða ungir Samfylkingarmenn bara út í loftið? Verður það bara allt mjög fréttnæmt og málefnalegt innlegg í stjórnmálaumræðuna? Hlýtur það ekki að vera? Að minnsta kosti eru til fréttamenn sem láta eins og þeir haldi að „hungurverkfall“ rosknu konunnar eigi erindi við annað fólk.

Eða getur verið að þeir trúi því sjálfir að allar „fréttirnar“ þeirra séu í raun af fréttnæmum atburðum sem fólk þurfi að vita sem mest um? Ja því ekki það. Að minnsta kosti er Vefþjóðviljinn ekki trúaður á að fréttamenn hafi með sér sérstakt samsæri um að rugla viðhorf og gildismat áhorfenda sinna. Með því er þó ekki sagt að lífsskoðun hvers og eins fréttamanns hafi ekki áhrif á störf hans. Sennilega hafa lífsviðhorf fjölmiðlamanna meiri áhrif á störf þeirra en margir - og fréttamennirnir sjálfir þá meðtaldir - gera sér grein fyrir. Fjölmiðlamenn umgangast fjölmiðlamenn og virðast oft sækja heimsmynd sína og lífsviðhorf hver til annars. Að minnsta kosti má telja öruggt að

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli