Frétt

| 26.09.2000 | 15:39Samkeppnisrekstur verði skilinn frá ríkisstyrktum rekstri

Breiðafjarðarferjan Baldur.
Breiðafjarðarferjan Baldur.
Fyrirtækið Breiðafjarðarferjan Baldur hf., sem hefur rekið samnefnt skip á Breiðafirði, hefur ákveðið að gera formlegar athugasemdir við útboð Vegagerðarinnar vegna Breiðafjarðarferju. Þetta kemur fram á fréttavef Morgunblaðsins. Hefur fyrirtækið krafist upplýsinga um kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar og forsendur hennar.
Í bréfi sem fyrirtækið hefur sent Vegagerðinni er bent á, að samkeppnisráð hafi árið 1994 kveðið á um að samkeppnisrekstur og ríkisstyrktur rekstur ferjufyrirtækja af þeim toga sem um ræði í þessu útboði skuli fjárhagslega aðskilinn. Vegagerðin sé eins og aðrir bundin af lögum í því efni.

Um var að ræða úrskurð um samkeppnisaðstöðu Djúpbátsins, sem rak Fagranesið á Ísafjarðardjúpi, en Fagranesið var þá nýtt til flutninga í samkeppni við aðra utan þess tíma sem skipið var í áætlunarsiglingum. Samkeppnisráð byggði niðurstöðu sína á því að Djúpbáturinn hf. nyti umfangsmikilla ríkisstyrkja og nyti því verndar í skilningi samkeppnislaga.

Að fyrirtækinu Breiðafjarðarferjunni Baldri standa ríkissjóður, sveitarfélög við Breiðafjörð og nokkrir einstaklingar. Í bréfinu til Vegagerðarinnar segir lögmaður fyrirtækisins, að það hafi kappkostað á undanförnum árum að vera ekki í samkeppnisrekstri og talið sér óheimilt að gera í tilboðinu ráð fyrir tekjum af notum m/s Baldurs í öðrum rekstri utan áætlunarsiglinga sem réttlætt gætu minni þörf fyrir ríkisstyrk.

Nú hafi lægstbjóðandi í útboði vegna Breiðafjarðarferju upplýst opinberlega, að hann hyggist afla tekna af rekstri Baldurs m/s í samkeppni á markaði og nýta þær tekjur til að afla samlegðaráhrifa í rekstri. Því virðist mega áætla að mun á tilboðum megi í það minnsta að einhverju leyti rekja til þessa.

Krefst fyrirtækið þess að Vegagerðin krefjist þess af bjóðendum við mat tilboða að þeir skilji að ríkisstyrktan rekstur og samkeppnisrekstur. Að öðrum kosti er þess krafist að Vegagerðin afturkalli útboðið og láti nýtt útboð fara fram með lögboðnum hætti.

bb.is | 30.09.16 | 13:49 14,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með frétt Fjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli