Frétt

mbl.is | 28.10.2002 | 11:48Geimtíkin Laika lifði mun skemur en talið var

Tíkin Laika, sem varð fyrst skepna til að fara á sporbaug um jörðu, lifði mun skemur en sovéskir embættismenn hafa haldið fram, að því er segir í frétt BBC. Laika var send með geimfarinu Spútnik 2 í nóvember 1957 en geimfarinu var ekki ætlað að snúa aftur til jarðar. Sovéskir embættismenn hafa haldið því fram að hún hafi dáið sársaukalausum dauða eftir um vikulangt ferðalag en nýjar upplýsingar gefa til kynna að hún hafi látið lífið af völdum ofhitnunar og ofsahræðslu nokkrum klukkustundum eftir geimskot.
Dimitri Malashenkov gerði upplýsingarnar opinberar á ráðstefnu um geimferðir sem haldin var í Houston í Bandaríkjunum nýverið. Upplýsingarnar binda enda á 40 ára vangaveltur um örlög Laiku. Fólk um allan heim fylgdist spennt með fregnum af ferðalagi Laiku á sínum tíma. Tæpum mánuði áður hafði fyrsta gervihnettinum, Spútnik 1, verið skotið á loft. Það var málmkúla sem vó 18 kg og var mun þyngri en nokkur sá hlutur sem Bandaríkjamenn höfðu hugleitt að skjóta á loft.

Fjöldi manna fylgdist með þegar Spútnik 2, 113 kg, var skotið á loft með fyrstu lifandi verunni um borð, hundinum Laiku.

Laika hafði verið villihundur sem þreifst á götum Moskvu þegar hún var fönguð og undirbúin undir geimferðina. Skömmu eftir geimskotið greindu Sovétmenn frá því að ekki væri ætlunin að Laika sneri aftur á lífi til jarðar og að hún myndi deyja í geimnum. Margir brugðust reiðir við þessari yfirlýsingu.

Malashenkov hefur nú greint frá ýmsu varðandi geimferðina, t.d. að matur Laiku hafi verið í hlaupformi og að hún hafi verið hlekkjuð svo hún gæti ekki snúið sér við. Upplýsingar sem Spútnik 2 sendi til jarðar sýna að hita- og rakastig hækkaði eftir geimskotið. Eftir 5-7 klst. voru engin lífsmerki skráð frá Laiku.

mbl.is

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli