Frétt

Múrinn / Ármann Jakobsson | 28.10.2002 | 06:27Öryggi, vopn og leyniskyttur

Nýlega gekk stúdent í Melbourne inn í Háskólann og skaut tvo aðra stúdenta til bana. Ástralir voru varla búnir að jafna sig eftir fyrsta sjokkið í kjölfar hryðjuverksins í Bali. John Howard var búinn að gera sitt besta til að herma eftir George Bush og tala um hefnd, refsingar og mikilvægi þess að svara í sömu mynt og gjalda hryðjuverkamönnunum líku líkt.
Á hinn vóginn voru viðbrögð ástralsks almennings önnur en í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum var George Bush veitt frítt spil til hvaða hernaðar sem er og þeir sem þorðu að taka aðra afstöðu voru nánast ofsóttir. Í Ástralíu hafa viðbrögðin verið önnur og John Howard þarf nú að horfast í augu við vaxandi gagnrýni fyrir fylgispekt sína við harðlínustefnu George Bush.

Eðlilega hafa menn líka tengt morðin í Melbourne við bandarísku leyniskyttuna í bakgarði Bandaríkjastjórnar. Leyniskyttan sú var nánast eins og minni úr bandarískri hasarmynd, óður fjöldamorðingi síhringjandi í lögregluna og heimtar athygli. Hann er líka nöturleg áminning að öryggi bandarískra borgara er ekkert meira fyrir þá sök að þar er stærsta vopnabúr í heimi. Um leið má spyrja sig hvers vegna Bandaríkjastjórn finnst mikilvægara að fara með blóði og eldi gegn öðrum þjóðum þegar þúsundir Bandaríkjamanna verða vopnbitnir ár hvert án þess að nokkuð „Bandaríkjahatur“ sé þar að baki.

Hvers vegna eru svona mörg morð í Bandaríkjunum? Ekki vantar þá vopn, lögreglu eða rammgerð fangelsi. Ekkert af þessu virðist hins vegar tryggja öryggið í raun þó að allt sé þetta kennt við öryggi. Samt neita margir, og einkum George Bush og hans fylgismenn, að horfast í augu við samhengið milli glæpanna í Bandaríkjunum og þess ójafnaðar sem setur mark sitt á samfélagið, svo að ekki sé minnst á vopnin sem flæða þar út um allt.

Í Bandaríkjunum sjáum við í verki hvernig það virkar að allir hafi vopn. Þar er slagorðið það að ef byssur væru útlægar væru aðeins útlagarnir með byssur. En allir utan Bandaríkjanna sjá að þetta er ekki svona: Þvert á móti draga allar þessar byssur úr örygginu. Það sýnir og sannar tölfræðin svo að ekki verður um villst. Samt nota menn nákvæmlega sömu rök á alþjóðavettvangi. Þar hefur stefna Bandaríkjanna verið að vopnabúr annarra ríkja þurfi að stækka, ekki síst NATO-ríkja. Fleiri vopn þýða meira öryggi.

En auðvitað er það ekki þannig. Vopn hryðjuverkamannanna spruttu ekki upp úr jörðinni. Þau eru keypt frá Evrópu og Bandaríkjunum. Al Kaída-hreyfingin er skilgetið afkvæmi utanríkisstefnu Bandaríkjanna og glæpamaðurinn sem Bandaríkin fóru í stríð til að ná og tókst þó ekki er þjálfaður af þessari sömu þjóð, eins og raunar leyniskyttan sjálf sem bandarískir skattgreiðendur reyndust hafa kostað til að læra manndráp.

Núna er Bandaríkjastjórn í óða önn að þjálfa nýja glæpahunda um heim allan til að stríða við Saddam og Osama Bin Laden. Hver ætli verði síðan versti óvinurinn eftir tuttugu eða þrjátíu ár?

Ástralir eru hins vegar ekki orðnir jafn fastir í vopnatrúnni og Bandaríkjamenn, þrátt fyrir viðleitni Howards forsætisráðherra, og vonandi á hið sama eftir að verða uppi á teningnum eftir blóðbaðið í Moskvu í gær. Þar er nú kallað á lausn á Tjeteníudeilunni.

Eins er nú í Ástralíu. Þó að harmur manna sé mikill eftir hræðilegt ódæði í Bali hefur hryðjuverkamönnunum þar mistekist það sem Muhammed Atta og félögum tókst: Að gera þjóðina vitstola af hefndarþorsta.

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli