Frétt

Vefþjóðviljinn | 25.10.2002 | 07:30Allt of virkir þingmenn með allt of lítilfjörleg áhugamál

Á Alþingi voru á miðvikudag lögð fram um 50 mál af ýmsu tagi. Flest málin eru óþörf og bera vott um að til þings eru kosnir allt of virkir þingmenn sem hafa allt of lítilfjörleg áhugamál utan vinnunnar. Þuríður Bachman, þingmaður annars fyrirspurnarflokksins, lagði til að mynda spurningu fyrir heilbrigðisráðherra um tannheilsu barna og unglinga og langaði meðal annars að vita hvort fylgst væri með tannheilsu barna og hvort tannheilsan væri skráð og skjalfest. Þá vildi hún ólm fá upplýsingar um tannheilsu barna hér í samanburði við tannheilsu barna á öðrum löndum Norðurlöndum og um það hversu hátt hlutfall barna, 18 ára og yngri, hefði ekki farið til tannlæknis undanfarna 18 mánuði.
Þá þurfti upplýsingar um fjárframlag til skólatannlækninga í Reykjavík, hvort hækka eigi framlag í tannverndarsjóð og hvort hækka eigi gjaldskrár fyrir tannlækningar. Þessar ótrúlegu spurningar þingmannsins til ráðherrans sýna að annaðhvort gerir þingmaðurinn sér ekki grein fyrir að því fylgir kostnaður að svara öllu því sem kemur upp í kollinn á honum, eða að honum er algerlega sama þó í ráðuneytum sitji menn alla daga og geri úttektir á öllum sköpuðum hlutum og svari spurningum þar um á kostnað skattgreiðenda.

Þessar spurningar voru þó ekki endilega þær óþörfustu sem lagðar voru fram á Alþingi þennan dag, enda atvinnumenn að keppa. Einn þeirra er Hjálmar Vetnissamfélag Árnason, en hann lét sig hafa það að beina fyrirspurn til flokkssystur sinnar viðskiptaráðherra um þróun vaxta banka og sparisjóða. Líklega ætlar Hjálmar V. Árnason að skora stig hjá einhverjum stuðningshópi sínum með þessari spurningu, en hefði hann aðeins áhuga á að fá þær upplýsingar sem hann bað um hefði hann eins getað sparað skattgreiðendum tíma starfsmanna viðskiptaráðuneytisins og aflað sér upplýsinganna sjálfur, enda vextir ekkert leyndarmál. Eða skyldu Hjálmar og aðrir sérfræðingar á Alþingi vera þeirrar skoðunar að með því að sitja þar hafi þeir fengið aðgang að öllum embættismönnum ríkisins til að svara öllu því sem þeim kann að detta í hug en nenna ekki sjálfir að fletta upp? Verður næsta spurning Hjálmars um hvar hann geti fengið jakkaföt á hagstæðu verði, eða hvort hann er vetur, sumar, vor eða haust?

Lúðvík Bergvin Bergvinsson og aðrir ámóta þingmenn reyndu að slá sig til riddara og spilla um leið skattkerfinu með því að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Frumvarpið felur í stuttu máli í sér að vinnuveitendur geti fengið frádrátt fyrir að styrkja starfsmenn til íþrótta og er eitt af þessum frumvörpum sem á að auka heilsu landsmanna. Hvað er betra en það að vinnuveitendur geti dregið frá sköttum styrk til starfsmannanna svo þeir geti farið í hádeginu og slitið liðböndin í innanhússfótbolta? Ef Lúðvík Bergvin hefur áhuga á að gera mönnum auðveldara að stunda íþróttir eða bæta heilsu sína með öðrum hætti, hvers vegna leggur hann þá ekki til að almennir skattar verði lækkaðir svo menn hafi efni á að eiga frístundagaman, í stað þess að gata skattkerfið í þágu sérhagsmunahóps og draga um leið úr líkum á því að skattar verði lækkaðir? Ætli það geti nokkuð verið vegna þess að maðurinn vill kaupa sér vinsældir?

Vefþjóðviljinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli