Frétt

| 25.09.2000 | 11:23Tölvur og tækni í fyrirrúmi

Frá sýningarbás Gúmmíbátaþjónustu Vestfjarða og fleiri.
Frá sýningarbás Gúmmíbátaþjónustu Vestfjarða og fleiri.
Gestir á Atvinnuvegasýningu Vestfjarða (Sól nýrra daga) í íþróttahúsinu á Ísafirði um helgina voru um fjögur þúsund, – „það er að segja ef börnin sem voru þar að heita má alla helgina eru ekki talin nema einu sinni“, segir Sigríður O. Kristjánsdóttir í sýningarstjórninni. „Þetta gekk allt upp og mér virtust sýnendur flestir vera ánægðir með sinn hlut.“ Sýningarbásar voru 45 en sýnendur alls um 60.
Í tengslum við sýninguna opnuðu nokkur vestfirsk fyrirtæki heimasíður á Netinu. Það var hin mikla tæknivæðing og tölvunotkun á sýningarbásum sem gerði þessa sýningu helst frábrugðna hinum fyrri. Reyndar varð tæknivæðingin á básunum með tilheyrandi rafmagnsnotkun til þess að rafmagni í íþróttahúsinu sló út um stundarsakir á laugardaginn.

Sá dagskrárliður sem mestra vinsælda naut var kvikmynd frá hátíðahöldum á Ísafirði árið 1966 þegar fagnað var aldarafmæli Ísafjarðarkaupstaðar. Myndin var sýnd þrisvar sinnum á bás Ríkisútvarpsins.

Fjöldi sýningargesta var svipaður nú og á síðustu atvinnuvegasýningu fyrir tveimur árum. Þá komu fleiri en áður höfðu sést á slíkum sýningum á Ísafirði.

Atvinnuvegasýning Vestfjarða er framtak Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Stefnt er að næstu sýningu að tveimur árum liðnum. Komið hefur upp sú hugmynd, að vestfirskri atvinnuvegasýningu af þessu tagi verði einnig komið upp syðra.

bb.is | 28.09.16 | 13:25 Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með frétt Norðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli