Frétt

Deiglan / Drífa K. Sigurðardóttir | 24.10.2002 | 08:07Fyrirsæta tapar dómsmáli

Naomi Campbell.
Naomi Campbell.
Þótt Naomi Campbell hafi það að atvinnu að láta taka og birta af sér ljósmyndir þá líkaði henni illa þegar ljósmyndari dagblaðs tók mynd af henni á leið af fundi eiturlyfjafíkla. Mál hennar er ágætt dæmi um það hversu erfitt getur verið að draga mörkin milli tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs.
Í febrúar árið 2001 birti blaðið Daily Mirror grein um fyrirsætuna Naomi Campbell. Greinin fjallaði um fíkniefnameðferð sem Naomi var sögð vera að gangast undir og með fylgdi mynd þar sem hún sást koma út af fundi hjá samtökum fíkniefnaneytenda.

Í kjölfar greinarinnar höfðaði Naomi mál gegn blaðinu. Hún neitaði því ekki að greinin væri í aðalatriðum sönn og viðurkenndi að hafa neytt fíkniefna svo árum skipti. Hins vegar hélt hún því fram að brotið hefði verið gegn friðhelgi einkalífs hennar, sem hún hefði rétt til að verja gegn ágangi fjölmiðlamanna. Einnig taldi hún að með umfjöllun um fíkniefnameðferðina hefðu verið birtar upplýsingar sem nytu verndar reglna um persónuvernd.

Lögmenn blaðsins báru fyrir sig að ekki giltu afdráttarlausar reglur um friðhelgi einkalífs í Bretlandi. Þeir sögðu myndina tekna á almannafæri og Naomi gæti gengið út frá því að hún þekktist hvar sem hún færi. Þeir héldu því fram að þar sem fyrirsætan hefði ítrekað haldið þvi fram í fjölmiðlum um árabil að hún neytti ekki fíkniefna, hefðu þeir rétt til að sýna fram á hið sanna í málinu með öllum tiltækum gögnum.

Niðurstaða undirréttar var sú að birting greinarinnar væri trúnaðarbrot og brot á reglum um persónuvernd. Í dómnum sagði að blaðið hefði mátt greina frá því að Naomi neytti fíkniefna og væri að leita sér meðferðar vegna þess, enda hefði almenningur rétt á því að vita hið sanna í málinu. Hins vegar hefði blaðinu ekki verið heimilt að birta myndina af henni eða greina frá atriðum sem vörðuðu meðferðina. Í dómnum sagði einnig að hin heimsfræga fyrirsæta ætti rétt á því að einkalíf hennar væri verndað, þrátt fyrir að hún nyti og nýtti sér áhuga fjölmiðla í eigin þágu.

Fyrir nokkrum dögum féll dómur áfrýjunardómstóls í málinu. Áfrýjunardómstóllinn féllst á röksemdir blaðsins og taldi að með því að segja ósatt frá í fjölmiðlum og hreykja sér af því að neyta ekki fikniefna, hefði Naomi í raun afsalað sér réttinum til verndar þeirra trúnaðarupplýsinga sem vörðuðu málið. Blaðinu hefði því verið heimilt að færa sönnur á mál sitt með þeim hætti sem það gerði.

Ljóst er að rök áfrýjunardómstólsins í þessu máli vega þungt, og vafamál hvort um ólögmæta innrás í einkalíf Naomi Campbell hafi verið að ræða í þessu tilviki. Hins vegar er ómögulegt að setja lög sem í öllum tilvikum tryggja að einstaklingar brjóti ekki á rétti hvers annars, og eru tilraunir til slíks í raun afar hættulegar. Mikilvægustu skorður sem menn setja sér í samskiptum við meðbræður sína eru venjulega ekki lagalegar heldur siðferðilegar. Blaðamenn sem eira engu í tilraunum sínum til þess að komast að og birta upplýsingar um atvik sem eingöngu snerta einkalíf fólks, brjóta vísivitandi óskráðar reglur sem í augum flestra eru síst léttvægari en þær skráðu.

Vefritið Deiglan

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli