Frétt

Stakkur 43. tbl. 2002 | 23.10.2002 | 16:34Loftlausar rjúpnaskyttur

Enn stendur tími karlmennskunnar. Fyrst skjóta menn gæsir og svo kemur að blessaðri rjúpunni. Nú hefur þrengt svo að henni að umhverfisráðherra vill gera allt henni til bjargar og banna helst allar veiðar. En til að byrja með hefur verið látið duga að stækka svokallað friðland hennar umhverfis höfuðborgina og næsta nágrennni. Rjúpan hefur átt undir högg að sækja, bæði gagnvart ránfuglum, einkum fálkanum, og ekki síður hefur maðurinn gert að henni aðsúg síðustu áratugina. Það væri svo sem skiljanlegt ef nauðsyn bæri til. En nægt framboð er af kjöti á Íslandi, bæði af kindum, svínum og ræktuðu fiðurfé.

Mörgum manninum hefur ofboðið krafturinn og lætin í rjúpnaskyttum, sem síðan hefur orðið að leita að. Á hverju ári er það svo, að senda þarf björgunarsveitir til leitar eða aðstoðar rjúpnaskyttum sem hafa annað hvort villst af leið eða komist í ógöngur uppi á öræfum. Ekki er spurt um kostnað. Nú hafa bændur þeir, er enn búa við Ísafjarðardjúp og vilja halda uppi merki forfeðranna og berjast við að byggð haldist í sveitum, er áður byggðu hundruð manna, gripið til eigin ráða.

Fyrir vikið hafa kaupstaðarbúar, sem telja það sérstakt manndómsmerki að fara og skjóta rjúpu með þann tilgang að leiðarljósi að jól verði ekki haldin án þess að eta þennan vinalega fugl, komist að því að til eru annars konar ógöngur en þær að villast og týnast. Vissulega hefur það komið fyrir menn að festa bíla sína við þessa iðju, en nú hafa bændur í Ísafjarðardjúpi og á Ströndum fundið nýja einfalda leið til að sýna stuðning sinn við rjúpuna í verki. Bændur hleypa lofti úr dekkjum á bílum rjúpnaskyttna, sem fara um í óleyfi þeirra.

Það mun raunar teljast lögbrot að taka lögin í sínar eigin hendur eins og í tilvikum sem þessum. En samt er bændum sem grípa til þessara örþrifaráða vorkunn. Þeir vita sem er að lögregla bæði á Ísafirði og á Hólmavík hefur mörgum hnöppum að hneppa og á um langan veg að fara til að sinna kærum bænda. Því miður hefur það gerst með sífellt minnkandi byggð við Ísafjarðardjúp, að karlmenni úr kaupstöðunum, og ef til vill konurnar einnig, telja sér nokkuð frjálst að fara um þar sem þeim sýnist, óháð því hvort náttúran og gróðurinn geldur þess eður ei. Því miður virðast alltof margir telja að engu skipti hvort landeigendur vilji yfirhöfuð hafa menn skjótandi á sínum löndum. Þrátt fyrir bann við rjúpnaveiði í einstökum löndum og jörðum eru of margir sem ekki taka mark á slíku. Kannski er þar um algeran minnihluta að ræða. Engu að síður kallar sá litli hópur á viðbrögð og fordæmingu þeirra skotmanna sem vilja fara að lögum og vilja landeigenda.

Vart er hægt að mæla því framferði bót að hleypa lofti úr dekkjum bíla. Kannski er þó ekki hægt með öllu að fordæma slíkt ef sá sem það beinist gegn er augljóslega að brjóta landslög og fyrirmæli landeigenda. Hins vegar er skynsamlegast að yfirvöld taki á veiðimönnum og framferði þeirra með þeim hætti að þeir svari til saka og komist ekki upp með ofbeldi gegn landi, rjúpu og landeigendum.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli