Frétt

Einar K. Guðfinnsson alþm. | 21.10.2002 | 13:18Er þögnin sama og samþykki?

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Jóhann Ársælsson alþingismaður Samfylkingarinnar ritar grein í DV sl. mánudag, þar sem hann fjallar um grein mína sem birst hafði áður í sama blaði. Grein Jóhanns er býsna upplýsandi. Ekki vegna þess sem í henni stendur; það er bara mestanpart hefðbundið klisjusafn í Samfylkingarstíl. Heldur fremur vegna þess sem ekki stendur í henni. Þó grein Jóhanns sé ætlað að vera svar við grein minni, þá skautar hann af mikilli list framhjá efnisatriðum greinar minnar.
Þetta er að sönnu athyglisvert. Og sannast þar enn að þögnin getur verið hávær. Og má nú ekki spyrja hvort þögn sé í þessu tilviki samþykki?

Hvað sögðu auðlindagjaldsmenn?

Í grein minni rifjaði ég upp þær sögulegu staðreyndir, að talsmenn auðlindagjaldsins hefðu hér fyrr meir lagt mikla áherslu á að opinber gjaldtaka í sjávarútvegi leiddi til aukinnar hagræðingar. Leiddu þeir einatt fram tölur um meinta offjárfestingu í sjávarútvegi og þá sóun sem því væri samfara. Auðlindagjaldið var sagt að myndi knýja menn, með góðu eða illu, til þess að láta af þessari sóun. Gjaldtaka (eða fyrning) vegna aflaheimilda gerði það að verkum að hagkvæmustu útgerðirnar einar stæðu eftir. Ástæðan? Jú, hún var einfaldlega sú, að aðrir ættu síður mögulegt að standa undir gjaldtökunni, eða fyrningunni og yrðu því að hverfa frá rekstri sínum.

Auðlindagjald leiðir til samþjöppunar

Í aflahlutdeildarkerfi er augljóst til hvers slíkt leiðir, samkvæmt fyrrnefndum röksemdafærslum. Aukinnar samþjöppunar á veiðirétti. Fyrningarleið myndi engu breyta um það. Þetta leiðir einfaldlega af eðli málsins. Í grein minni var ég einmitt að rifja þetta upp og hikaði því ekki að segja að veiðileyfagjald eða fyrningarleið hafi í för með sér aukna samþjöppun veiðiheimilda. Var ég í því sambandi fyrst og fremst að skírskota til sjónarmiða manna sem ég hélt í einlægni minni að Jóhann væri sammála. Það er á hinn bóginn hans vandamál, kjósi hann að láta sem hann viti ekki af þessum fylgifiski auðlindagjaldsins. Eins og ég benti á hentar það örugglega í pólitískum tilgangi að ræða ekki um þessa hliðarverkun auðlindagjaldtöku/fyrningarleiðar. En það breytir ekki því að afleiðingarnar geta menn ekki þagað í hel.

Áhrif fyrningarleiðarinnar

Jóhanni Ársælssyni er kannski nokkur vorkunn að vilja ekki ræða þetta efni greinar minnar, þar sem það stangast svo gjörsamlega á við þá goðsögn sem hann hefur hulið sig með hinni vitlausu fyrningarleið sinni. Sú leið myndi auka óvissu í sjávarútvegi, valda sérstökum erfiðleikum í rekstri minni fyrirtækja og einyrkja, skapa vandræði í veikustu sjávarútvegsbyggðunum og kalla ólýsandi vandræði yfir útgerðir við þær aðstæður þegar verið væri að minnka aflaheimildir, eins og nú á við í þorskinum. Hvernig halda menn að veikari útgerðunum gengi núna ef þær þyrftu að taka á sig þvingaða lækkun aflaheimilda vegna fyrningar, ofan í kvótaskerðinguna? Þeirri spurningu þarf ekki að svara hér. Svarið blasir við hverjum manni.

Kokhreysti

Það lýsir ekki lítilli kokhreysti, þegar áhangandi slíkra hugmynda úthrópar aðra sem liðsmenn sjónarmiða er vilji leggja byggðarlögin í eyði. Slíkt innistæðulaust fleipur dæmir engan nema þann sem viðhefur þau. Tilgangurinn með slíkum upphrópunum í tilviki Jóhanns er augljóslega sá að draga athyglina frá málefnalegu þroti. Um það vitnar, svo eftir er tekið, hávær þögn hans um efnið sem ég gerði að umtalsefni í greininni í DV og hann þóttist vera að svara.

– Einar K. Guðfinnsson, formaður Sjávarútvegsnefndar Alþingis.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli