Frétt

bb.is | 18.10.2002 | 15:17Stuðningur bæjaryfirvalda við stóriðjustefnu stjórnvalda?

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Nokkuð var um bókanir á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í gær, þegar atvinnumál voru þar til umfjöllunar. Meðal annars lét Sæmundur Kr. Þorvaldsson bæjarfulltrúi minnihlutans bóka, að honum væri ekki ljós ákveðinn hluti bókunar meirihlutans „nema ef vera kynni að einhverjir bæjarfulltrúar séu á leið í framboð á m.a. Hvalfjarðarsvæðinu“. Annar bæjarfulltrúi minnihlutans, Lárus G. Valdimarsson, taldi „lofrullu um stóriðju“ í bókun meirihlutans óþarfa. Til umræðu var fyrirhuguð könnun á stöðu atvinnumála í Ísafjarðarbæ og var lögð fram eftirfarandi tillaga að bókun, undirrituð af bæjarfulltrúum meirihlutans (B- og D-lista):
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir stuðningi við þá uppbyggingu sem verið hefur á Grundartanga á undanförnum árum. Sú uppbygging og frekari stækkun hjá Norðuráli skapar stórt áhrifasvæði sem hefur jákvæð áhrif á byggð vítt um Vesturland. Verkefnin á Grundartanga eru gott dæmi um það hvernig stjórnvöld hafa beitt áhrifum sínum til uppbyggingar á stóru landsvæði. Á áhrifasvæði stóriðju á Grundartanga hefur orðið fólksfjölgun, fasteignaverð hefur hækkað og þjónusta aukist. Þau jákvæðu dæmi sem hér eru nefnd eiga að vera stjórnvöldum hvatning til að beita áhrifum sínum víðar, ekki síst á svæðum eins og Vestfjörðum, þar sem nauðsyn er á því að auka fjölbreytni í atvinnulífinu og styrkja undirstöður þess. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir vilja til samstarfs við stjórnvöld um að koma á nýjum stórum verkefnum í atvinnumálum innan fjórðungsins.“

Við þessa tillögu lagði Lárus G. Valdimarsson (S) fram eftirfarandi breytingartillögu:

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur jákvætt að stjórnvöld styðji með myndarlegum hætti atvinnuuppbyggingu í öðrum landshlutum. Ástæða er til að vekja athygli á þeirri gífurlegu þörf sem til staðar er hér á Vestfjörðum vegna uppbyggingar atvinnulífs í kjölfar breytinga sem orðið hafa í atvinnulífi fjórðungsins síðustu tíu árin. Bæjarstjórn skorar á stjórnvöld að þau beiti sér fyrir átaki til uppbyggingar atvinnulífs hér svo jafnræðis sé gætt.“

Breytingartillaga Lárusar var felld með fimm atkvæðum gegn þremur. Ragnheiður Hákonardóttir (D) lét bóka hjásetu sína.

Eftir það var ofangreind bókunartillaga meirihlutans samþykkt með sjö atkvæðum gegn engu. Sæmundur Kr. Þorvaldsson og Lárus G. Valdimarsson sátu hjá og létu gera bókanir vegna hjásetunnar.

Bókun Sæmundar:

„Sit hjá við bókun við lið nr. 12, atvinnumál, þar sem mér er ekki ljóst hvaða tilvísun felst í fyrri hluta bókunarinnar, nema ef vera kynni að einhverjir bæjarfulltrúar séu á leið í framboð á m.a. Hvalfjarðarsvæðinu.“

Bókun Lárusar:

„Undirritaður getur fallist á breytt orðalag niðurlags bókunar, en telur lofrullu um stóriðju í fyrri hluta bókunar óþarfa. Í ljósi þess að breytingartillaga mín, sem ég tel efnislega samhljóða bókun meirihluta, hefur verið felld, dreg ég þá ályktun að tilgangur bókunar meirihluta um atvinnumál sé fyrst og fremst stuðningur við stóriðjustefnu stjórnvalda.“

Sáralítið vitað í reynd um stöðu atvinnumála í Ísafjarðarbæ

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli