Frétt

| 20.09.2000 | 17:59Félagsleg þyngsl af íbúðum

Húsnæðismál á Íslandi hafa gjarnan verið þrautaefni. Íslendingar bjuggu flestir í torfkofum fram á þessa öld sem senn er liðin. Þegar uppbygging hófst með heimastjórninni 1904 leit Hannes Hafstein fyrst og fremst til þess hversu stutt á veg Íslendingar voru komnir í verklegum framkvæmdum. En metnaður innlendra stjórnvalda stóð síður til húsnæðisbygginga í stórum stíl. Vöntunin var sár. Vegi, brýr og hafnir skorti svo eitthvað sé nefnt. Hin hægt vaxandi borgarastétt tók í arf frá danskri kaupmannastétt nokkurn metnað til að búa vel. Þess sáust þó nokkur merki á Eyri við Skutulsfjörð. En eðlilega gengu brúarsmíði, vegagerð og hafnarmannvirki fyrir, ásamt því að koma á skólaskyldu og reyna að byggja upp efnahagslíf þessarar agnarsmáu þjóðar við heimskautsbaug.

Þegar mynd fór að komast á hið pólitíska flokkakerfi á þriðja áratugnum hófu íslenskir stjórnmálamenn að beita sér að húsnæðismálum almennings á Íslandi. Farið var hægt af stað í fyrstu þótt mörgum hinna íhaldssamari þætti nóg að gert. Verkamannabústaðir við Hringbraut í Reykjavík munu hafa verið upphafið. Síðar fylgdu fleiri sveitarfélög á eftir. Breiðholtið í Reykjavík var afleiðing kjarasamninga Viðreisnarstjórnarinnar í upphafi 7. áratugarins. Án þess að nokkur sé lastaður varð þessi málaflokkur uppboðsflokkur í kosningum. Kepptist hver stjórnmálaflokkurinn við að bjóða upp fyrir hinum. Til varð Húsnæðismálastofnun ríkisins, síðar Húsnæðisstofnun og félagslega íbúðakerfið bólgnaði og ríður nú sveitarfélögum, einkum á landsbyggðinni, á slig.

Eðlilega gekk það fyrir að byggja upp í Reykjavík, þangað sem fólk rann í stríðum straumum á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Mikil nauðsyn var á átaki svipuðu því og Breiðholtið var. Bröggum og lélegu húsnæði var markvisst útrýmt. Úti á landi sáu sveitarstjórnarmenn tækifærin, sem há lán í félagslega kerfinu buðu, einkum varðandi það að geta úthlutað verkefnum til byggingarverktaka. Urðu því félagslegar íbúðir þar keppikefli í sveitarstjórnarmálum. Slá mátti tvær flugur í einu höggi, berjast fyrir betra húsnæði fyrir kjósendur og verkefnum fyrir verktaka við húsbyggingar. Stundum var deilt um það hver fékk hvaða verk. Nægir að líta rúman áratug til baka á Ísafirði og sjá hver fékk að byggja hvaða blokk og hvaða pólitísku öfl börðust fyrir hann.

Þá var deilt í bæjarstjórn Ísafjarðar um þessi mál, einkum þegar þáverandi félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, krafðist þess að allar íbúðir, sem einhvern tíma hefðu verið byggðar undir merkjum félagsbygginga á einhvern hátt skyldu yfirteknar af bæjarsjóði með tilheyrandi ábyrgð. Á þetta var rækilega bent við umræður í bæjarstjórn Ísafjarðar fyrir 1990. En hoppað var á ganið um allt land og nú stynja allir þungan undan skuldabagganum, þyngst þó í Vesturbyggð. En líti sér hver nær!

bb.is | 26.09.16 | 14:56 Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með frétt Í dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli