Frétt

Guðjón A. Kristjánsson alþm. | 17.10.2002 | 09:26Ættarveldin hverfa

Guðjón A. Kristjánsson.
Guðjón A. Kristjánsson.
Akranes var og er einn þeirra staða þar sem sjávarútvegur er mikilvægur. Allar byggðir þurfa atvinnuundirstöðu, þess vegna urðu þær til. Trygg atvinna veitir íbúunum þá öryggistilfinningu að byggðin og fólkið hafi kjölfestu sem tryggi þeirra framtíð. Vissulega eru á Akranesi eða í næstu byggð aðrir og fjölbreyttari atvinnumöguleikar en víða annarsstaðar á landsbyggðinni. Auk þess hafa Hvalfjarðargöng vissulega aukið möguleika byggðanna norðan Hvalfjarðar. Sementsverksmiðjan, Járnblendið, Norðurál og bættar samgöngur ásamt útgerð og vinnslu sem margir töldu fasta í sessi vegna veiða á bæði uppsjávarfiski og botnfiski hafa saman tryggt atvinnu, búsetu og öryggi fólksins.
Samþjöppun veiðiheimilda og valds

Í sjávarbyggðum er nú óvissan og óöryggið hlutskipti fólks sem þar býr. Í stefnu ríkisstjórnar er kvótakerfið, sem engum árangri hefur skilað við uppbyggingu fiskistofna, keyrt yfir fólkið. Fólkið skal með valdboði nauðugt taka trúna á samþjöppun valds og veiðiheimilda. Gamla vistarbandið virðist nú nær okkur á ný. Samþjöppun eignarhalds sjávarútvegsfyrirtækja eykur fámennisvald auðvaldsgreifa sem mikið eiga fyrir. Það er hin virka og vonda byggðastefna stjórnvalda. Kvótakerfi yfir alla smábáta er skemmdarverk gegn landsbyggðinni, þar er salan og braskið á fullri ferð. ,,Svo má illu venjast að gott þyki\" er máltæki sem stjórnvöld dásama með stefnu sinni og kemst e.t.v. aftur í tísku. Þjóðin á að hafna stjórnvöldum sem gera slíkt máltæki virkt á nýjan leik.

Seljum, bræður

Árið 1991 voru fjögur rótgróin sjávarútvegsfyrirtæki á Akranesi sameinuð undir nafninu Haraldur Böðvarsson hf. Þetta voru Haraldur Böðvarsson & co., Sigurður hf., Heimaskagi hf. og Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Akraness. Sama ár var fyrirtækinu breytt í almenningshlutafélag og hlutabréf þess skráð á markaði. Krossvík hf. sameinaðist Haraldi Böðvarssyni árið 1996, en áður hafði Krossvík tekið yfir rekstur Hafarnarins hf. Árið 1997 sameinuðust síðan H.B. og Miðnes hf. í Sandgerði. Þar seldu bræður og allur kvótinn fór upp á Akranes. Loforð H.B. um rekstur í Sandgerði voru lítils virði. Akurnesingar gætu hæglega upplifað það sama og Sandgerðingar, enda ráða þeir ekki lengur framtíð H.B.

En hvers vegna er svo komið að þeir sem áhuga höfðu á útgerð og fiskvinnslu hætta og selja? Það vissu sjálfsagt margir af áhuga Grandamanna á því að ná yfirráðum á H.B. Með minnkandi eignarhlut Skagamanna í fyrirtækinu á sl. 10-15 árum er ekki ólíklegt að mat þeirra hafi verið að betra væri að selja öðrum en vera gleyptur. Þar er auðvitað verið að leggja mat á eigin eignastöðu og viðskiptakjör sem best buðust þeim sem nú seldu. Salan á veiðiréttinum (kvótanum) og sameining fyrirtækja gerir það hins vegar löglegt að hagræða út og norður. Reynsla af Vestfjörðum við sameiningu og sölu útgerðarfyrirtækja þar sem Vestfirðir misstu frá sér mikið af togurum og meirihluta kvótans í aflamarkskerfinu er vissulega víti til varnaðar. Völdin og auðlindin færist hratt á færri hendur og byggðin veikist. Það er vond stefna.

Hver gleypir hvern?

Nú er Grandi svangur. Hann missti bita sem álitlegur þótti. Þar verður að sjálfsögðu sett á fulla ferð við að finna líklega sameiningu. Ef að líkum lætur munu ýmsir sjá sér hag í ,,réttri\" sölu og hlutabréfaskiptum. Skagamenn verða ekki þeir einu sem bræðrabönd leiða til sölu. Og þá kemur í kjölfarið ,,hagræðing\" þeirra sem vilja arð af nýrri fjárfestingu og þar skiptir launamaður eða háseti engu máli. Framtíðina má selja.

Guðjón Arnar Kristjánsson.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli