Frétt

Leiðari 38. tbl. 2000 | 20.09.2000 | 17:54,,Voma þar vitni“

Lögfræðingar á Vestfjörðum funduðu fyrr í þessum mánuði. Svo sem við var að búast þegar lögspekingar hittast til að bera saman bækur sínar var meðferð opinberra mála í brennidepli. Sérstakur gestur vestfirsku lögmannanna að þessu sinni var Örn Clausen, hæstaréttarlögmaður, sem eins og margir vita var á árum áður þekktur frjálsíþróttamaður og án efa einn þeirra bestu sem við Íslendingar höfum átt.

Það þótti mjög til bóta í réttarfari okkar þegar skilið var á milli ákæruvalds og dómsvalds. Af niðurstöðu fundar hinna vestfirsku lögfræðinga má þó ráða að þeim þykir sem efndir hafi ekki gengið eftir orðum hvað dómsvaldið snertir. Til að leggja áherslu á þörfina fyrir úrbætur í húsnæðismálum Héraðsdóms Vestfjarða var eftirfarandi áskorun send dómsmálaráðherra:

,,Fundur í Félagi lögfræðinga á Vestfjörðum, haldinn á Ísafirði föstudaginn 8. september 2000, skorar á dómsmálaráðherra að beita sér nú þegar fyrir því að Héraðsdómi Vestfjarða verði fundið húsnæði er fullnægir og hæfir starfsemi dómsins.“

Undir þessa áskorun er heilshugar tekið. Því, eins og greint var frá í BB í fyrri viku, er ,,hlálegt að sjá sakborninga, vitni og skikkjuklæddar persónur voma í traffíkinni á stigapalli út af plássleysi innan dyra meðan á réttarhöldum stendur“ að ekki sé minnst á ótrúverðugleikann sem felst í því að eftir aðskilnað ákæruvalds og dómsvalds skuli dómurinn ,,vera í holu við hliðina á glæsilegum skrifstofum sýslumannsembættisins.“

Það er vissulega brýnt að Héraðsdómi Vestfjarða verði fundið viðunandi húsnæði og dómnum þar með búin sú aðstaða sem hann þarf á að halda til að geta sinnt hlutverki sínu með reisn.

Mikil og ánægjuleg breyting

Mikil og ánægjuleg breyting hefur orðið á árangri nemenda í Grunnskóla Ísafjarðar frá því fyrir fimm árum þegar skólinn var langt undir landsmeðaltali á samræmdum prófum í 10. bekk. Frá þeim tíma hafa einkunnir nemenda risið jafnt og þétt og hafa nú skipað þeim í fremstu röð meðal jafningja.

Þessi góði árangur, sem byggist á samvinnu skólastjóra, kennara, foreldra og nemenda er öllum, sem láta sér annt um að ísfirsk ungmenni njóti menntunar til jafns við það sem best gerist, fagnaðarefni.
s.h.


bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli