Frétt

Stakkur 42. tbl. 2002 | 16.10.2002 | 10:06Vígvöllur veganna

Nú hefur það gerst, að enn hefur umferðin tekið sinn toll á Vestfjörðum. Mæðgurnar sem slösuðust fyrir rúmri viku við bílveltu í Skutulsfirði létust á Landspítalanum í Fossvogi síðast liðinn fimmtudag. Eftir standa ættingjar og aðstandendur hnípnir í sorg sinni. Öllum hlutaðeigandi er vottuð djúp samúð. Þegar staðið er frammi fyrir dauðanum er vitað að engu verður breytt. Sorgin tekur syrgjandann grimmum tökum. Hið liðna verður ekki aftur tekið. Lifa verður með þessum skelfilegu atburðum.

Viku eftir slysið í Skutulsfirði lést maður í árekstri á Suðurlandi. Þar hafa orðið allnokkur banaslys á árinu. Fyrr í sumar týndu þrjár konur lífinu í árekstri í Rangárvallasýslu. Þegar þessi orð eru rituð hafa 29 manns tapað lífinu í umferðinni á Íslandi og enn lifa tveir og hálfur mánuður ársins. Enn er vetur ógenginn í garð. Skilyrði til aksturs eru því enn prýðileg. Ekki verður unað við þessar skelfilegu mannfórnir í umferðinni, sem hvert og eitt okkar verður að taka þátt í til þess hreinlega að geta tekið þátt í daglegum störfum og amstri samfélagsins.

En hvað er til ráða? Við spurningunni er greinilega ekkert einfalt svar. Áróður hefur verið reyndur, án þess að árangurinn hafi skilað sér nægilega vel til þess að fækka slysum. Lögregla um allt land heldur uppi eftirliti og sjaldan ef nokkurn tíma hafa fleiri verið teknir vegna of hraðs aksturs og gert að greiða sekt fyrir vikið, þar á meðal á Suðurlandi. En ljóst er að fælingarmáttur tapaðs fjár fyrir glannaskapinn er ekki nægilega mikill. Reynt hefur verið að beita svokölluðu punktakerfi, en punktar safnast upp fyrir umferðarlagabrot, sem endar með því að viðkomandi ökumaður missir ökuréttindi í þrjá mánuði.

Ljóst er að áróður, fjársektir og yfirvofandi missir ökuskírteinis virðast ekki duga til að draga úr mannfórnum við þessa daglegu og sjálfsögðu iðju að ferðast í bíl milli tveggja staða um lengri eða skemmri vegalengd, stundum oft á dag. Enginn er óhultur. Samt berast stöðugt fréttir af því að fólk noti ekki bílbelti, af of hröðum akstri, af ölvun við akstur, og því sem verst er, að foreldrar festi ekki börn sín í viðeigandi öryggistæki. Alltaf glittir í sjónarmiðið, að það komi ekkert fyrir mig. En staðreyndirnar tala sínu máli. Enn hefur ekki verið rætt um meiðsl, sem langan tíma tekur að laga, og örkuml, sem aldrei lagast.

Á sama tíma aukast kröfur allra, meira segja sumra er gegna lykilhlutverki í löggæslu, að auka hraðann. Enginn veit svo sem hvar við værum stödd ef ekki væru uppi þær aðgerðir er að framan voru raktar. En hitt er algerlega ljóst hverjum hugsandi manni: Hugarfarsbreyting verður að koma til hjá öllum þeim sem aka bílum. Við verðum að gæta okkar og farþega okkar betur og búast ævinlega við því óvænta við hverja beygju, brekku eða brú. Hvar sem við ökum skulum við hafa gát á öðrum, en ekki síst okkur sjálfum.


bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli