Frétt

Sverrir Hermannsson alþm. | 15.10.2002 | 10:18Ráðstjórn

Sverrir Hermannsson alþingismaður.
Sverrir Hermannsson alþingismaður.
Ein af staðreyndum lífsins er að sagan endurtekur sig uppstyttulaust. Stefnur í þjóðmálum ryðja sér til rúms og hverfa jafnharðan. En – ganga síðan jafnan aftur undir nýjum nöfnum en sama eðlis. Nærtækt dæmi núlifandi mönnum er tilurð kommúnismans og fall hans. Hin marxíska hugmyndafræði var um margt aðlaðandi enda urðu margir til að ánetjast. Í örstuttri blaðagrein er þess enginn kostur að gera þeim kenningum skil, enda óþarft. Aðalatriðið er: Hver varð reynslan af hinu marxíska kerfi í framkvæmd? Hvað vilja sérfræðingar í sovétmálum segja okkur um það?
Við blasir hrun þess skipulags og algert gjaldþrot svo engu verður við jafnað. Og örlagaríkustu afglöpin voru framkvæmd efnahags- og markaðsmála eftir mótun marxismans. En – skyldi kommúnisminn hafa gengið aftur í einhverri mynd eða efnahagsstefnur með álíka afleiðingum?

Í Morgunblaðinu 24. ágúst sl. birtist þýðing á grein eftir þekktan breskan prófessor, John Grey að nafni. Greininni lýkur með þessum orðum:

„Hinn alþjóðlegi frjálsi markaður er um það bil að taka sæti við hlið kommúnismans í safni sögunnar yfir afskrifaðar „útópíur“ (firrur).“

Hvernig skyldi aðalritara íslenzku ráðstjórnarinnar, lærisveini Hannesar Gissurarsonar, lítast á?

Að vísu hefir framkvæmd hins frjálsa markaðar á Íslandi, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, verið meiri í orði en á borði í flestu falli. Allar reglur hins frjálsa markaðar og frjálsu samkeppni hafa verið þverbrotnar af ráðstjórn síðustu 11 ára, þegar hún hefir þurft að hygla sér og sínum. Það fer lítið fyrir frjálsum markaði í höndum manna, sem taka aðalauðlind þjóðarinnar og rétta hana örfáum útvöldum að gjöf. Einkavæðingunni á ríkiseignum er handstýrt af Sólinni Miklu og sálufélögum hennar. Nýjasta dæmið er sala á veigamiklum þætti í rekstri Landsbankans til afturgenginna SÍS-ara sömu dægrin og þeir voru í viðræðum við væntanlega kaupendur um sölu alls fyrirtækisins.

Skyldu það vera fleiri fyrirbæri í stjórnarháttum á Íslandi, sem minna ónotalega á vinnubrögð aðalritara í Kreml á sínum tíma?

Hvað segja Orca-hópsmenn um það, sem unnu sér það til óhelgi hjá aðalritaranum að kaupa hlut í Íslandsbanka að honum forspurðum?

Hvað segja Spron-menn um það, sem seldu Orca-mönnum hlutina í Íslandsbanka án leyfis Stóra bróður?

Eða ættu Baugs-menn kannski að ugga að sér?

Sú saga var sögð af Stalín sáluga að hann hefði látið skjóta menn þegar í stað sem létu sér um munn fara tvíræða glettni um aðalritarann. Mikið má séra Örn Bárður Jónsson, fyrrum ritari Kristnihátíðarnefndar, þakka sínum sæla að svoleiðis aðferðir tíðkast ekki ennþá á Íslandi.

Eða skyldi einhver saga vera að endurtaka sig í kotríkinu íslenzka? Eigum við kannski von á nýju gerzku ævintýri?

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli