Frétt

Múrinn / Steinþór Heiðarsson | 15.10.2002 | 10:07Atrenna að heimsmeti í hræsni

Ríkisstjórn Bretlands, með Tony Blair í broddi fylkingar, hefur á síðustu vikum gert nokkrar tilraunir til að sannfæra fólk um víða veröld um geigvænlega hættu af vopnabúrum Íraka. Stærsti einstaki liðurinn í þessu trúboði var sérstök skýrsla um gereyðingarvopn í Írak og í henni var mikill pappír en engar fréttir. Nýlega gerði Blair sér svo ferð austur til Moskvu til að ræða málið við Rússlandsforseta en fór sneypuför. Þrátt fyrir að njóta nú liðsstyrks bandarískra hermanna við fjöldamorðin í Téténíu virðist Pútín ekki á þeim buxunum að launa greiðann með stuðningi við innrás í Írak. Að minnsta kosti ekki strax.
Í þessari viku stendur fyrir dyrum mikil sýning vopnaframleiðenda þar sem herforingjar víða að úr veröldinni munu ganga glaðbeittir um sali og kynna sér helstu nýjungar á sviði vélvæddra manndrápa. Sýningin er haldin í Amman, höfuðborg Jórdaníu, og meðal þess sem þar verður á boðstólum eru nýir skriðdrekar og fullkomnar eldflaugar, auk tækja til vopnaframleiðslu að sögn aðstandenda.

Í breska blaðinu Observer í gær var vakin athygli á því að meðal sýningargesta verða háttsettir foringjar úr Íraksher. Meðal annarra sem fengu boðskort eru fulltrúar frá Líbýu, Súdan, Íran og Sýrlandi. Þeim til fulltingis verður svo auðvitað ráðherra úr ríkisstjórn Blairs, maður að nafni Lord Bach, sem fer með innkaupamál breska varnarmálaráðuneytisins. Eins og nærri má geta eru friðarsinnar í Bretlandi og víðar æfir vegna málsins. Ráðamenn láta alla gagnrýni sem vind um eyru þjóta og segja að þetta sé bara sýning sem veiti góð tækifæri til að kynna breska framleiðslu.

En það eru ekki bara breskir vopnaframleiðendur eða bresk dótturfyrirtæki bandarískra hergagnaframleiðenda á borð við Lockheed Martin, sem ætla að nýta tækifærið. Í einum básnum verður sjálft Raytheon en það fyrirtæki framleiðir eldflaugarnar sem nota á í hernaði gegn Írökum – og gott ef ráðherrar í ríkisstjórn George Bush eiga ekki dálítið af hlutabréfum í Raytheon. Meðal annarra athyglisverðra fyrirtækja á svæðinu verður rúmensk samsteypa sem fyrir þremur árum bauð upp á ólöglegar jarðsprengjur á sýningu í Bretlandi.

Ef menn tryðu því í alvöru að mikil hernaðarleg ógn stafaði af Saddam Hussein og Íraksher þá væri þeim tæplega boðið á sölusýningu þar sem hátæknivopn og tæki til vopnaframleiðslu eru í öndvegi. En – ein og sama ríkisstjórnin leggur sig í framkróka við að styðja yfirvofandi innrás Bandaríkjahers í Írak til að afvopna Saddam og veitir vopnaframleiðendum móralskan stuðning í vopnasölu til Íraks. Slíkt hlýtur að stappa nærri heimsmeti í hræsni og örugglega persónulegu meti þó Tony Blair eigi í hlut.

Vefritið Múrinn

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli