Frétt

Stakkur 41. tbl. 2002 | 10.10.2002 | 08:53Samgöngur og sameining

Nú styttist í kosningar að vori. Þegar er ljóst að starfstími Alþingis hefur verið styttur. Alþingismenn munu vafalaust tala mikið og lengi í vetur og fleiri hugmyndir sjá dagsins ljós en oftast áður. Allir munu þeir keppast við að gera sinn hlut sem allra bestan og sannast þar enn, að hverjum þykir sinn fugl fagur. Auðvitað gerum við Vestfirðingar okkur vonir um bættar samgöngur bæði frá Patreksfirði og austur í Gilsfjörð og ekki síður til Ísafjarðar, en þar verða jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar stór þáttur og brýnn.

Bættum samgöngum fylgja breyttir hættir í ýmsu er snýr að daglegu lífi. Vikið hefur verið að því áður að matvöruverslanir starfi ekki lengur í þorpunum í Vestur-Ísafjarðarsýslu. Sótt er til Ísafjarðar eftir ódýrari matvöru sem ekki býðst á hverjum og einum stað. Heilbrigðisþjónusta safnast saman á einn stað að megninu til og er nú að mestu á Ísafirði og síðast en ekki síst þá er öllum ljóst að skólastarf í Vestur-Ísafjarðarsýslu hlýtur á endanum að fara í sama farið og væntanlega þá til góðs þeim er þjónustunnar njóta, það er að segja nemendum sem fá tækifæri til að stunda nám á jafnréttisgrundvelli fremur en áður.

Á þessum nótum hljóta tillögur heilbrigðisráðuneytisins að standa. En lagt hefur verið til að Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur verði sameinuð þeirri á Ísafirði. Auðvitað er sárt að missa sitt, líti menn á annað borð þeim augum hlutina. En hinu verður ekki neitað að bættar samgöngur hljóta að kalla á ýmiss konar hagræðingu, bæði til framfara og ekki síður til þess að réttlæta fé sem lagt er í vegbætur og aðrar samgöngur. Nú neita Bolvíkingar og ekki í fyrsta sinn. Engu virðist skipta þótt íbúum hafi þar fækkað, því miður, eins og annars staðar á Vestfjörðum og ná megi fram hagræðingu og væntanlega betri þjónustu en ella..

Það engan veginn nægilega sannfærandi að við heimtum vegbætur, jarðgöng og annað, en neitum um leið að laga líf okkar breyttum aðstæðum og þörfum hins sameiginlega sjóðs landsmanna, sem stendur undir greiðslum af þessum framförum í samgöngum. Á sama tíma og íbúar höfuðborgarinnar kvarta undan því að njóta ekki jafnræðis við aðra landsmenn varðandi þjónustu lækna og heilsugæslustöðva neitum við, sem þó höfum að þessu leyti ekki síðri aðstöðu, að laga okkur að breyttum aðstæðum og taka þátt í því að hagræða.

Stjórnsýslan einfaldaðist við sameiningu fimm hreppa vestur sýslunnar og Ísafjarðarkaupstaðar í Ísafjarðarbæ. Sex sveitarfélög hafa orðið að einu fyrst og fremst vegna bættra samgangna með tilkomu Vestfjarðaganga. Erfitt hefur það verið mörgum á fjörðunum að horfa á þjónustu dragast saman og sameiningunni verið kennt um. Það er misskilningur. Skuldir og uppsafnaður vandi hefði haft sömu áhrif mun hraðar að óbreyttu. Eftir hefðu setið einangruð samfélög í þremur fjörðum án möguleika á framförum og nútímaþjónustu. Í það stefnir í Bolungarvík að óbreyttu.


bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli