Frétt

Leiðari 41. tbl. 2002 | 10.10.2002 | 08:51Kosningaþing

Þeim fækkar óðum sem leggja sig eftir að hlusta á eldhúsdag á Alþingi. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana er trúlega á sömu þóftu hvað áhorf og hlustun varðar. Svo þyrfti þó ekki að vera ef tekist væri á um stefnuræðuna á málefnalegan hátt, en hún ekki afgreidd með fáeinum innihaldslausum orðum til lofs eða lasts. Við umræðuna koma minni spámenn flokkanna gjarnan fram og þá með skrifaðar ræður, þar sem farið er út um víðan völl í stað þess að kryfja stefnuræðuna. Þegar best lætur dúkkar upp ein og ein gamansaga til merkis um lífsmark þingmanna. Svona er þetta búið að vera lengur en elstu menn í pólitík muna.

Annað sem ekki hefur breyst í áranna rás er sú villutrú þingmanna, að þeir nái þeim mun betur til kjósenda, sem þeir villa meira um fyrir þeim með endalausum vaðli um prósentur og meðaltöl, viðmiðanir við eitt og allt og út um allt, í stað þess að tala við þá á venjulegu máli. Og þeim mun áhrifaríkara sé orðskrúðið sem það er meira skreytt framandi orðum, sem fæstir vita hvað merkja.

Ástæðan fyrir öllum þessum orðaflækjum, sem stundum minna á lögfræðinga fyrir kviðdómi í amerískum velluþáttum, er hins vegar sú, að ef ekki væri þannig á spilunum haldið myndu þingmenn óðara mála sig út í horn. Stjórnmálin eru nú einu sinni þannig. Stjórnmálamenn þurfa alltaf að hafa útgönguleiðir.

Segja má að fyrsti þáttur pólitískrar dagskrár vetrarins sé ,,úllen, dúllen, doff“ aðferðin við að velja frambjóðendur Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í Reykjavík. Þar er sú kynlega staða uppi að prófkjörskandidatarnir finna ekki kjördæmi til að bjóða sig fram í. Þeir vita ekki hvort þeir eiga að stíga í norður eða suður. Úllen dúllen doff-aðferðinni er síðan ætlað að leysa þessa hafvillu eftir á og koma frambjóðendunum í rétta höfn, burtséð frá vilja kjósenda í hvoru kjördæminu fyrir sig. Fátt opinberar betur áratuga ráðaleysi í kjördæmamálinu en sukkið sem gat af sér þá hörmung, sem núverandi kjördæmaskipan er, þar sem skipting Reykjavíkur í tvö kjördæmi trjónar sem kóróna fáránleikans.

Kosningaþingið verður stutt. Og áreiðanlega átakamikið. Fjölmörg mál brenna á landsmönnum, þótt með mismunandi hætti sé. Landsbyggðafólk er þar engin undantekning. Þvert á móti.
s.h.


bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli