Frétt

Múrinn / Steinþór Heiðarsson | 09.10.2002 | 12:16Í takt við Davíð

Það er ljóst af nýlegu viðtali við forsætisráðherra í DV að vondslega hefur hann veröldin blekkt. Að vísu hefur lukkast prýðilega að auka svokallaða kostnaðarvitund sjúklinga með því að láta þá bíða eftir aðgerðum mánuðum saman og borga fyrir lyf og læknishjálp. Annars væri fólk náttúrulega alltaf að láta skera sig upp að gamni sínu ? glaðloft og svæfing ku gefa magnað kikk þó það sé vont á eftir eins og gengur og gerist með hefðbundnari vímugjafa.
En ? þrátt fyrir áralangt fjársvelti Háskóla Íslands gengur ekkert að koma menntapakkinu niður úr fílabeinsturnunum sem Davíð sér best á því að „sumar greinar sem maður hefur séð eftir suma af þessum vel menntuðu mönnum þar eru algjörlega úr takti við allt þjóðfélagið. Maður sér að þeir hafa ekki nein tengsl við það; sitja á sínum kaffistofum, spjalla hver við annan og virðast ekki hafa nein tengsl við fólkið í landinu.“ ? Þvílík spæling.

Nú kynni ósvífið fólk að spyrja hvað það sé að vera úr takti við þjóðfélagið. Ekki getur það verið hvað efnahag varðar því að laun menntaðra manna eru oft ekki hærri en svo að 12 ára háskólamenntun tryggir svipuð kjör og afgreiðslumanna í búð. Að því leyti eru þeir örugglega í takt við lífið í landinu.

En hvað á Davíð þá við? Er það að tala fyrir annars konar skoðunum en eru ríkjandi í samfélaginu? Eða kannski öðrum skoðunum en þeim sem þykja viðfelldnar innan vébanda ríkisstjórnarinnar? Felur það ef til vill í sér að lýsa viðhorfi sem ekki eru nokkurn veginn meðaltalið af öllum viðhorfum sem uppi eru á hverjum tíma?

Reyndar féllu þessi merku orð forsætisráðherra í svari hans við spurningu um hvort til greina kæmi að skipa háskólamann í stöðu Seðlabankastjóra. Þá hlýtur hugurinn einna fyrst að leita til hagfræðideildar skólans og það
verður seint sagt að þar hafi vinstrimenn vaðið uppi með áróður gegn óheftum markaðsbúskap. Úr þeim ranni hafa ekki komið fram kröfur um grundvallarbreytingar á íslensku samfélagi.

Enda er þetta meinta taktleysi kannski bara dulmálsorð fyrir hið hræðileg orð „gagnrýni“. Kannski eru „sumir“ menn sem hafa reiknað út tap af Fljótsdalsvirkjun, styðja veiðileyfagjald, benda á hætturnar sem fylgja helmingaskiptum í efnahagslífinu og voga sér að skrifa skýrslur um það hvernig lágtekjufólk í landinu situr fast í fátæktargildru.

Með öðrum orðum: Þeir sem fara hvað mest í taugarnar á forsætisráðherra núna eru þeir sem eru sammála honum í stórum dráttum en gagnrýna eitt og annað í hagstjórninni, jafnvel frá hægri.

Og í rauninni er ekki nema eitt ráð við þessum vanda af því að Davíð segist vera í miðju kafi og vilja sitja lengi enn ? helst með Framsókn. Það er ekki að leggja niður hagfræðideild Háskóla Íslands af því að það væri of áberandi. Og það er ekki að senda prófessorana út á mörkina í kaffitímum til að spjalla við fólk á förnum vegi vegna þess að þegar allt kemur til alls þarf ekki að kenna þeim að ganga í takt við þjóðfélagið.

Það þarf að kenna þeim að ganga í takt við Davíð.

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli