Frétt

bb.is | 09.10.2002 | 11:09Harkaleg gagnrýni formanns Eldingar á Hafrannsóknastofnun

Guðmundur Halldórsson.
Guðmundur Halldórsson.
„Stjórn Hafrannsóknastofnunar er óstarfhæf vegna sterkra tengsla við stærstu útgerðarrisa landsins“, sagði Guðmundur Halldórsson, formaður Smábátafélagsins Eldingar á norðanverðum Vestfjörðum, í setningarræðu sinni á aðalfundi félagsins um helgina. „Fiskifræðin íslenska er umdeild, svo ekki sé meira sagt. En þeir sem bera stóra ábyrgð og hafa sloppið við gagnrýni er stjórn Hafró. Þeir hafa hunsað ótal óskir um veiðarfærarannsóknir og rannsóknir á röskun á botni vegna stórvirkra veiðarfæra. Þeir hafa legið á upplýsingum um erlendar rannsóknir á botnskemmdum eftir veiðarfæri og um veiðarfærarannsóknir sem stofnuninni hafa borist“, sagði Guðmundur.
Ræða Guðmundar við setningu fundarins fer hér á eftir.

Þetta ár sem liðið er frá síðasta aðalfundi hefur verið stormasamt og einkennst af baráttunni fyrir tilverurétti smábátaflotans og mannlífi í strandbyggðum landsins.

Nú stöndum við frammi fyrir því, að búið er að kvótasetja blessaða ýsuna og steinbítinn. Það er af það frelsi, sem gaf okkur kraft til að byggja upp öflugan smábátaflota og setti líf og orku í byggðarlögin og skapaði trú á bjartari tíma. Þetta sýnir okkur að máttur fjármagnsins er mikill og teygir sig inn í sali Alþingis. Þessi kvótasetning var algjörlega óþörf, ýsustofninn er á hraðri uppleið og ráðherra taldi óhætt að gefa steinbítinn alveg frjálsan.

Lagasetning þessi vinnur á móti markmiðum fiskveiðistjórnarlaganna. Í lögunum segir: „Markmið þessara laga er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu miðanna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“

Með kvótasetningu þessari er einnig brotið á byggðarlögum, sem hafa mikilla hagsmuna að gæta. Þetta viðurkennir Alþingi með úthlutun byggðakvóta til þeirra staða, sem fara verst út úr lagasetningunni. Byggðakvóti er óyndisúrræði, sem mismunar byggðum, mismunar mönnum og skekkir samkeppnisstöðu. Þó verðum við að viðurkenna, að þetta óyndisúrræði hefur komið nokkrum byggðum og útgerðum að gagni, sérstaklega hér á Vestfjörðum. Nú er svo komið, að nokkur byggðarlög hér byggja nær eingöngu á byggðakvóta.

Er þetta sú framtíðarsýn, sem við viljum?

Við megum aldrei gleyma því, að við eigum sögulegan rétt langt aftur í aldir til veiða hér á grunnmiðum, og stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi. Við verðum að hafa þor og kjark til að berjast við möndulveldi hins illa fjármagnseigendakerfis, sem teygja völd sín yfir miðin, verslunina inn í bankana og sali Alþingis.

Við megum aldrei sofna á verðinum.

Sameiningardraugurinn sem eytt hefur byggðum, dregið mátt úr öðrum og verðfellt eignir fyrir landsbyggðarmönnum, er kominn á fullt skrið eftir að Alþingi hefur lyft þakinu, sem hélt honum niðri.

Burðarás tók HB-bitann glóðvolgan út úr kjaftinum á Granda, svo nú er Grandi hungraður. Því spyrja landsbyggðarmenn: Hverjir verða fyrir hungruðu bitinu?

Guð hjálpi Ísafirði.

Völdin færast frá landsbyggðinni og suður, þar sem tekin er ákvörðun um hver á að lifa og hver á að deyja. Það er af sem áður var, þegar menn eins og Einar Guðfinnsson voru að byggja upp byggðarlagið sitt og launin voru ánægjan yfir að sjá byggðina blómstra, næga atvinnu og velmegun íbúanna.

Smábátakerfið hefur verið og er brjóstvörn byggðanna vítt og breitt um landið. Það eru smábátarnir sem hafa bjargað þegar annað hefur brugðist. Þetta kerfi smábátanna verðum við að verja með kjafti og klóm, því í þessu frumskógaumhverfi sem við búum í gildir það lögmál, að sá sem ekki étur er étinn.

Krafa okkar Eldingarmanna, svo og annarra er byggja strandbyggðir landsins og eiga bæði sögulegan rétt og stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi, hlýtur að vera sem fyrsta skref að einungis 80% af öllum afla sem veiðist á línu af dagróðrabátum reiknist til kvóta. Einnig hljótum við að setja fram þá kröfu, að sett verði gólf í kerfi dagabáta, þannig að dagarnir verði aldrei færri en 23.

Við þökkum þann stuðning sem málstaður okkar fékk á Fjórðungsþingi Vestfirðinga og tökum undir þá kröfu, að tafarlaust verði rannsakað hvað hefur farið úrskeiðis við stjórn fiskveiða. Eða hvort niðurstöður fiskifræðinga um ástand helstu fiskistofna eru rangar. Það árangursleysi sem blasir við eftir 18 ára stjórn með kvótakerfi er gersamlega óviðunandi. Flestar botnlægar tegundir eru í sögulegu lágmarki.

Það verður að rannsaka hvað hefur farið úrskeiðis.

Og svara spurningunni: Er þetta kerfi óhæft til að stjórna fiskveiðum?

Eða getum við náð árangri með því að beita meira vistvænum veiðarfærum, nýta betur víðáttur miðanna með því að skipuleggja sóknina, draga úr sókn með stórvirk ve

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli