Frétt

Heimir Már Pétursson | 06.10.2002 | 19:21Af því að mamma sagði það

Heimir Már Pétursson.
Heimir Már Pétursson.
Menn ættu sem mest og oftast að hlusta á mæður sínar. Móðir mín gefur mér sjaldan ráð sem fela í sér bein fyrirmæli. Ég er nú einu sinni uppáhaldið hennar og ég held í einfeldni minni, að allt sem ég geri sé henni þóknanlegt. En svo brá við á dögunum að hún tók mig á eintal. Ástæðan var að hún hafði eins og nokkrir aðrir heyrt því fleigt að til stæði að taka glímu við Austurvöll. Móðir mín er lítið fyrir flokka. Hún styður fólk og hennar flokkur yrði sérkennilega saman settur að mati flestra álitsgjafa. Hún kaus t.d. Jóhönnu á sínum tíma þótt Jóhanna væri alls ekki í framboði í hennar kjördæmi. Þá finnst henni kostur við Hitler að hann vissi alla vega hvað hann vildi þótt hún skilji reyndar ekki þörf mannsins fyrir heimsyfirráð eða dauða.
Semsagt, móðir mín réði mér heilt. Hún lagði á það þunga áherslu að ég legði til hliðar allar vangaveltur um bull sem þetta. Þess vegna hef ég ákveðið að svarið sé nei. Kemur ekki til mála. Mér telst að innan við tíu manns séu annarar skoðunar. Það er nú allur fjöldinn. En ég hlusta ekki á svo mikinn fjölda. Það er einfaldlega ekki á dagskrá eins og sumum finnst svo gaman að segja.

Það eru skemmtilegir hlutir framundan varðandi Hinsegin daga í Reykjavík. Við erum fjögur á leiðinni til San Francisco um næstu mánaðamót, þar sem allar líkur eru á að samþykkt verði að Reykjavík verði vettvangur stærstu samkomu Gay Pride hátíða árið 2004. Við viljum fá heimsþing InterPride (heimssamtaka Gay Pride-borga) til borgarinnar við sundin blá. Ef það næst í gegn verður mikið að gera hjá mér og öllum hinum í því apparati næstu tvö árin. Miklu skemmtilegra en þref um verga þjóðarframleiðslu, góðæri, okurvexti og nýja íslenska leyniþjónustu sem margir eru svo spenntir fyrir. Þekkir fólk ekki símanúmerið á Hagstofunni, skattstofunni og ökutækjaskrá? Mér er spurn.

Vissulega væri þess virði að fá ræðustól til að minna á frjálslyndið og hin klassísku gildi mennskunnar. En skuggi leiðinda við það starf er svo stór og orð móður minnar svo þung á metunum að ég hef gefið allt slíkt upp á bátinn.

Gangi öllum hinum vel og verði þeim að góðu. Vonandi verður metnaður þeirra okkur hinum ekki að fjörtjóni. Vonandi.

Lifi friðhelgi einkalífsins, rétturinn til að tala og hugsa, samúðin fyir náunganum og gleðin yfir því að fá að draga andann einn dag í viðbót.

Allah er frábær.

Pistillinn birtist á Heimasíðu Heimis Más Péturssonar.

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli