Frétt

Vefþjóðviljinn / andriki.is | 03.10.2002 | 11:39Útgjaldaliðir sem ríkið gæti verið án

Hvorki einstakir þingmenn úr þingliði ríkisstjórnarflokkanna né stjórnarandstæðingar virðast gera stórkostlegar athugasemdir við frumvarp til fjárlaga næsta árs. Og það má vissulega segja að ríkissjóður sé á nokkuð lygnum sjó eftir hina miklu tekju- og útgjaldaaukningu síðustu ára. En það má líka velta því upp hvort ekki sé fyrst hætta á ferðum þegar þingmenn eru allir sem einn ánægðir með frumvarpið. Hafa allir fengið allt?
Þegar haft er í huga að árið 1997 voru ríkisútgjöld 175 milljarðar króna (á verðlagi ársins 2001) en stefna í 253 milljarða króna á næsta ári, er ekki að undra að jafnvel mestu eyðsluklær eigi bágt með að gagnrýna Alþingi fyrir að vera nískt á fé almennings. Þetta er 45% útgjaldaaukning á þeim árum sem Geir H. Haarde hefur vermt stól fjármálaráðherra. Er þetta vonandi einsdæmi í Íslandssögunni og verður ekki endurtekið.

En hvar á að spara? Það er eðlilegt að þeir sem gagnrýna aukin útgjöld svari því. Á liðnum árum hafa komið fram ýmsar hugmyndir um sparnað hjá hinu opinbera. Meðal þeirra má nefna hugmyndir Viðskiptablaðsins, Verslunarráðs Íslands og Heimdallar. Við lestur á þessum tillögum er ljóst að ekki næst árangur í þessa veru án þess að fækka þeim verkefnum sem ríkið hefur á sinni könnu. „Hagræðing“, „nútímavæðing“ og „gæðastjórnun“ duga skammt ef menn vilja ná útgjöldunum niður sem einhverju skiptir.

Vefþjóðviljinn vill því leyfa sér að stinga upp á nokkrum útgjaldaliðum sem ríkið gæti verið án. Þetta eru vissulega aðeins nokkrir af mörgum. Samtals nema þeir aðeins 30 milljörðum króna sem er ekki helmingurinn af því sem útgjöldin hafa aukist í tíð fjármálaráðherrans okkar. Þetta myndi þó duga til að lækka tekjuskatt einstaklinga úr 38% í 24% miðað við óbreytt skattleysismörk. Við lækkun tekjuskattsins er gert ráð fyrir hlutfallslega auknum tekjum ríkisins til að vega á móti mörkuðum tekjustofnum á borð við iðnaðarmálagjald og flutningsjöfnunargjald. Lækkun skatthlutfalla breikkar að öllu jöfnu skattstofna.

Ekki er snert við heilbrigðis- og menntamálum í þessum tillögum. Eini sparnaðurinn í velferðarkerfinu sem stungið er upp á er að fæðingarorlof til foreldra verði 70 þúsund krónur á mánuði (eins og það var áður en karlarnir komust í það) í níu mánuði og foreldrar geti ráðstafað því að vild í stað þess að það sé tekjutengt og foreldrum skipað fyrir um skiptingu þess.

––––––––––

Tillögurnar sem fjallað er um í pistlinum hér að ofan má skoða í Acrobat Reader með því að bregða sér inn á Vefþjóðviljann sjálfan. Fyrir þá sem nenna því ekki má nefna nokkur dæmi (af rúmlega hundrað) úr sparnaðartillögunum. Vefþjóðviljinn leggur m.a. til að spara 100 milljónir af fjárveitingu til embættis forseta Íslands (og eiga þó dágóða summu eftir), 169 milljónir vegna „ýmissa verkefna“ forsætisráðuneytis, 72 milljónir vegna Þjóðmenningarhúss, 10 milljónir vegna Vestnorræns menningarhúss og 2 milljónir vegna Kvikmyndaskoðunar.

Nokkur önnur sparnaðardæmi Vefþjóðviljans:

Íslenski dansflokkurinn (65 milljónir), Kvikmyndamiðstöð Íslands (331), alþjóðleg samskipti (501), sendiráð Íslands í Peking (74), sendiráð Íslands í Tókýó (91), sendiráð Íslands í Mapútó (26), Hagþjónusta landbúnaðarins (18), greiðslur vegna mjólkurframleiðslu (fjórir milljarðar tvö hundruð níutíu og átta milljónir), Þjóðkirkjan (einn milljarður og sextíu milljónir), sóknargjöld (einn milljarður fjögur hundruð áttatíu og sex milljónir), Jöfnunarsjóður sókna (251), ríkissáttasemjari (40), Félagsmálaskóli alþýðu (24), styrkur til stjórnmálaflokka (164), Flutningssjóður sements (165) og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar (18 milljónir).

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli