Frétt

bb.is | 03.10.2002 | 07:11Slökkvilið Ísafjarðarbæjar „gleymist í stjórnkerfi bæjarins“

Ford 600 árgerð 1964 við Slökkvistöðina á Ísafirði. Þessi bíll kom til Ísafjarðar nýr og var aðaldælubíll slökkviliðsins fram til 1995 þegar nýr bíll kom og setti þennan í annað sæti. Mynd: Heimasíða SÍ.
Ford 600 árgerð 1964 við Slökkvistöðina á Ísafirði. Þessi bíll kom til Ísafjarðar nýr og var aðaldælubíll slökkviliðsins fram til 1995 þegar nýr bíll kom og setti þennan í annað sæti. Mynd: Heimasíða SÍ.
Staðan hjá Slökkviliði Ísafjarðarbæjar varðandi bifreiðar og búnað er fremur bágborin, eftir því sem fram kemur í nýrri skýrslu. Meðalaldur lausabúnaðar og bifreiða er áætlaður tæplega 32 ár. Endurnýja þarf sem fyrst einn dælubíl á Ísafirði, þar sem hann gegnir stóru hlutverki í slökkvistarfi í sveitarfélaginu. Búið er að bæta við bifreið á Þingeyri, sem er tankbíll frá 1980 með tank og dælu frá svipuðum tíma. Huga þarf að endurnýjun á dælubíl á Þingeyri, en sá sem þar er til staðar er af gerðinni GAZ, árgerð 1956. Endurnýja þarf lausar dælur, reykköfunartæki og annan smærri búnað. Þetta kemur fram í skýrslu um Slökkvilið Ísafjarðarbæjar, stöðu þess í dag og stefnumótun næstu þrjú árin, sem Þorbjörn J. Sveinsson slökkviliðsstjóri lagði fram og kynnti á fundi umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar í síðustu viku.
Eftir skipulagsbreytingar í yfirstjórn Ísafjarðarbæjar heyrir slökkviliðið nú undir umhverfisnefnd. Í skýrslunni kemur fram gagnrýni á þessa tilhögun, og segir að slökkviliðið sé „orðið afskiptalaust og gleymist í stjórnkerfi bæjarins sem má svo sannarlega fara að endurskoða aftur“.

Hér á eftir fara fáein efnisatriði úr áðurnefndri skýrslu um Slökkvilið Ísafjarðarbæjar (SÍ), ýmist unnin upp úr henni, endursögð eða tekin orðrétt upp úr henni.

Í dag er Slökkvilið Ísafjarðarbæjar með þrjá starfsmenn í 100% vinnu, en þeir eru Þorbjörn J. Sveinsson slökkviliðsstjóri, Kristján Finnbogason varaslökkviliðsstjóri og Hermann G. Hermannsson varðstjóri. Aðrir slökkviliðsmenn eru 60 talsins. Þeir gegna starfinu í þegnskylduvinnu og eru kvaddir út hvar sem þeir eru staddir þegar kallið kemur.

Starfsemi Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar skiptist í forvarnadeild og útkallsdeild. Helstu verkefni forvarnadeildar eru úttekt á skoðunarskyldum stöðum, eftirlit með stöðum þar sem margt fólk kemur saman, umsagnir vegna veitinga- og gististaða, yfirferð byggingarnefndarteikninga og ráðgjöf til hönnuða. Þau störf hjá útkallsdeild sem almenningur þekkir best eru slökkvistörf, sjúkraflutningar, björgun vegna umferðaróhappa og viðbrögð við umhverfisslysum, auk þjálfunar og æfinga og daglegrar umhirðu húsnæðis, bíla og búnaðar.

Slökkvistöðvar Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar eru fjórar, þ.e. á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri, en auk þess er í Hnífsdal aðstaða fyrir búnað. Þjónustusvæði Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar er allur Ísafjarðarbær en auk þess annast SÍ sjúkraflutninga fyrir íbúa í Súðavík og Ísafjarðardjúpi.

Gera þarf ráð fyrir kaupum á björgunarbúnaði vegna bílslysa til endurnýjunar á hluta þess búnaðar sem fyrir er. Bent er á, að útakstursdyr á Slökkvistöð Ísafjarðar eru orðnar ryðgaðar og þarf að endurnýja þær. Mála þarf aðalstöðina á Ísafirði að hluta, svo og stöðina í Hnífsdal. Brýnast er þó að gera við húsnæði á Þingeyri, sem telja verður heilsuspillandi. Ganga þarf frá slökkvistöðinni á Suðureyri, en þar vantar herslumuninn á að klára hreinlætisaðstöðu. Endurnýja þarf jeppabifreið sem notuð er við eftirlit. Tilfinnanlega vantar tækjabifreið fyrir mengunarvarnabúnað og björgunarbúnað.

Í framtíðarsýn fyrir Slökkvilið Ísafjarðarbæjar segir í skýrslunni, að haldið verði áfram að byggja upp gagnagrunn með upplýsingum um staðhætti allra eftirlitsskyldra staða og vinna að slökkviáætlunum þeirra. Stefnt verður að hagræðingu og gæðum í rekstri með nýtingu tölvu- og upplýsingatækni.

Hugmyndir eru uppi varðandi samstarf Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar og Flugmálastjórnar vegna brunavarna á Ísafirði, en viðræður hafa einungis verið óformlegar enn sem komið er. Skoðun á samstarfi við nágrannasveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum varðandi eldvarnaeftirlit og búnað vegna mengunarslysa væri vel hugsanleg og væri vert að athuga þann kost nánar.

Hæfni starfsmanna varðandi slökkvistörf og sjúkraflutninga uppfyllir að mestu leyti þær kröfur sem gerðar eru á núverandi þjónustustigi. Hvað umhverfismál varðar uppfyllir hæfni starfsmanna hins vegar ekki þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt nýjum lögum og sama á við um búnað. Nauðsynlegt er að Slökkvilið Ísafjarðarbæjar geri sérstakt átak til að uppfylla hlutverk sitt á þessu sviði og er þar þegar byrjað á fræðsluþætti starfsmanna um viðbrögð. Starfsmenn hafa skilgreinda grunnmenntun auk þess sem þeir fylgja ákveðnu menntunarferli innan slökkviliðsins. Þátttaka starfsmanna í námskeiðum er góð og færni björgunarmanna stenst almennt þær kröfur sem gerðar eru. Markviss þjálfun og sífelld endurskoðun leiðir til skilvirkni við björgunaraðgerðir.

Vegna skorts á lögum og skilgreiningu starfsramma fyrir slökkvilið fjölgar verkefnum á gráum svæðum. Viðskiptavinir ætlast til að Slökkvilið Ísafjarðarbæjar sinni fjölmörgum þáttum sem ekki er gert ráð fyrir í fjárveitingum til þess.

Í reglugerð um eldvarnaeftirlit eru strangar reglur um fjölda heimsókna og eftirlit með ými

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli