Frétt

Einar Kristinn Guðfinnsson | 01.10.2002 | 14:53Stefnumótun í vegamálum er skýr

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Vígsla Kleifaheiðarinnar á milli Patreksfjarðar og Barðastrandar sl. föstudag var ánægjulegur atburður. Einnig var hann táknrænn vitnisburður um þá stefnumörkun sem við höfum fylgt í vegamálum Vestfjarða. Þessi stefnumörkun hefur farið fram á vettvangi sveitarstjórna og meðal annars birst í samþykktum Fjórðungsþings Vestfirðinga. Og hjá okkur þingmönnum hefur hún birst með skýrum hætti í þeim áherslum sem við höfum allir sameiginlega lagt um uppbyggingu vegamála á Vestfjörðum í samræmi við langtímaáætlun í vegamálum sem hefur gilt í meginatriðum frá árinu 1998.
Með samþykkt nefndrar langtímaáætlunar í vegamálum var brotið í blað. Þá var í fyrsta sinn gengið út frá því að vegir frá þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum að aðalþjóðvegakerfinu yrðu jafn settir og hinn svo nefndi hringvegur. Þetta var gríðarlega þýðingarmikið fyrir okkur. Á þessum tíma var undirritaður formaður Samgöngunefndar Alþingis og kom því að þessari stefnumótun.

Megináherslurnar í vegmálunum

Á grundvelli þessara meginlína höfum við þingmenn Vestfirðinga unnið. Þannig hafa megináherslurnar í reynd orðið tvær. Annars vegar er það uppbygging Djúpvegarins og tenging norðursvæðis Vestfjarða við aðal þjóðvegakerfi landsins. Hins vegar tenging þéttbýlisstaðanna í Vestur Barðastrandarsýslu við þjóðveg númer 1.

Ráðist gegn helstu farartálmunum

Með sérstöku fjármagni sem ákveðið var til nokkurra ára á árinu 1999 var hægt að hleypa stórauknum krafti í uppbyggingu vega hér á Vestfjörðum. Einkum skilaði þetta sér í vegagerðina um Kleifaheiði sem nú er sem sé lokið og gaf okkur síðan langþráð færi á að hefjast handa við stórvirkið vegagerð um Klettsháls; mesta farartálmann á leið manna til og frá Vestur Barðastrandarsýslu.

Við höfum fylgt skýrri stefnumörkun

Af þesu má ráða að stefnumörkun í uppbyggingu vegamála á Vestfjörðum hefur legið fyrir lengi og skýrt afmörkuð. Að því verki hafa komið sveitarstjórnarmenn sem og þingmenn og er innsigluð í langtímaáætlun í vegagerð allt frá árinu 1998. Það er þýðingarmikið að menn hafi þetta í huga þegar rætt er um vegamálin almennt. Við höfum þannig í reynd fylgt alveg klárri stefnumótun í þessum mikilvæga málaflokki.

Við þurfum aukið fjármagn

Í mínum huga er enginn efi, að við eigum að vinna áfram í þessum anda. Þannig náum við lengst í því nauðsynlega markmiði sem við urðum sammála um, að tengja þéttbýlisstaðina við aðalþjóðvegakerfið. Jafnframt er líklegast að sátt myndist manna í millum á Vestfjörðum.

Fjórðungssambandið lagði það til, eftir talsverðar umræður meðal annars á sérstöku vegamálaþingi sínu, að leitast yrði við að fá það fjármagn sem sparaðist þegar flóabátsins Baldurs yrði ekki þörf, til þess að stórefla vegagerð á Vestfjörðum. Sá sem hér ritar og ýmsir aðrir höfðu þá þegar talað fyrir slíku. Sveitarfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum höfðu þannig ályktað um málið. Nú er málið enn til umræðu og verðum við að vænta þess að við fáum fylgi við slíka hugmynd.

Nýir áfangar í vegamálum, svo sem eins og tenging Kleifaheiðarinnar sýnir okkur vel og vendilega hversu nauðsynlegt slíkt er og hvaða möguleika það skapar byggðunum okkar. Það eflir okkur til frekari átaka.

Einar K. Guðfinnsson, 1. þingmaður Vestfjarða.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli