Frétt

| 13.09.2000 | 17:37Er Ísafjarðarbær að einangrast?

Vart fer framhjá nokkrum manni, sem á annað borð fylgist með, að Vestfjarðakjördæmi í núverandi mynd líður senn undir lok. Vestfirðir hafa verið eitt fimm alþingismanna kjördæmi síðan 1959 eða í rúm fjörutíu ár. Nú hafa Vesturlands-, Vestfjarðakjördæmi og Norðurland vestra verið sameinuð í Norðvesturkjördæmi, sem þannig tekur við af þremur landsbyggðarkjördæmum. Ein undantekning er þar á, sem er sú, að Siglufjörður mun hverfa til Norðausturskjördæmis.

Síst skal þessi skipan löstuð hér. Einmitt á þessum vettvangi, í þessum dálki, var hugmyndin um þessa skipan sett fram í fyrsta sinn fyrir nokkrum árum. En þá fylgdi því sú hugmynd og ætlan að unnið yrði markvisst að því að tryggja stöðu Vestfjarða innan hins nýja kjördæmis. Alþingismenn Sjálfstæðisflokks í nýja kjördæminu eru þegar byrjaðir að ræða sín mál ásamt forystumönnum hinna hverfandi kjördæmisráða. Það vekur athygli að í stað fimmtán alþingismanna nú verða þeir aðeins tíu eftir næstu kosningar, sem verða ekki síðar en árið 2003. Núverandi þingmenn munu því ekki komast allir að á nýjan leik, sem fulltrúar núverandi kjósenda. Hvernig þau mál leysast mun tíminn leiða í ljós.

Hvernig munu sveitarfélög bregðast við breyttu umhverfi? Alþingismenn, sem gæta hagsmuna þeirra, verða færri. Að sögn Einars K. Guðfinnssonar alþingismanns mun nefnd hafa skilað þeirri tillögu, að þeir fái hver um sig aðstoðarmann heima í kjördæmi. Ferðalög munu aukast, en verða samt sem áður mun auðveldari en innan Vestfjarðakjördæmis 1959. Ekkert heyrist um viðbrögð sveitarstjórnanna. Þó hefur verið rætt nokkuð um samstarf sveitarfélaga. Ekkert hefur þó sést eða heyrst opinberlega um tillögur eða hugmyndir.

Eitt hefur þó vakið athygli. Það er sú breyting, sem varð þegar Skólaskrifstofa Vestfjarða var lögð niður og Skóla- og fjölskylduskrifstofa Ísafjarðarbæjar sett á fót, en hún var formlega opnuð 25. ágúst síðast liðinn. Sú ósk er sett hér fram að hin nýja skrifstofa megi þjóna íbúum og skólum Ísafjarðarbæjar vel á næstu áratugum og árum. Enn er ekki komið í ljós hvort aðrir hyggjast leita þjónustu hennar. Forverinn þjónaði öllum Vestfirðingum. Obbinn af sveitarfélögum sem áður notuðu þjónustu Skólaskrifstofu Vestfjarða hefur snúið sér annað. Vonandi snúa þau aftur.

Í nýju, stærra og fjölmennara kjördæmi skiptir staða Ísafjarðarbæjar og Ísafjarðar miklu. Afar mikilvægt hefði verið að geta boðið enn fleiri sveitarfélögum og skólum þjónustu, færa út kvíarnar frekar en taka ákvarðanir, sem virðast færa íbúa norðanverðra Vestfjarða út á kant einangrunar. Ísafjarðarbær er vissulega með fjölmennustu sveitarfélögum innan hins nýja kjördæmis. En brýnt er að sækja fram á sviði þjónustu og viðskipta með minnkandi umsvifum í sjávarútvegi. Viðbragða Fjórðungssambands Vestfirðinga er nú beðið.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli