Frétt

| 01.02.2000 | 13:24Beðið svara iðnaðarráðuneytis

Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um hugsanlegar breytingar á eignarhaldi á Orkubúi Vestfjarða, en nú eiga sveitarfélög á Vestfjörðum samtals 60% í fyrirtækinu en ríkissjóður 40%. Fram hafa komið hugmyndir um að sveitarfélögin selji ríkinu sinn hlut eða þá að þau kaupi hlut ríkisins en sumir vilja óbreytt fyrirkomulag. Ef af því yrði að sveitarfélögin seldu sinn hlut væri það væntanlega liður í því að létta á fjárhagsvanda þeirra.
Hreyfing komst á þetta mál í september á síðasta hausti, þegar ríkisstjórnin samþykkti að til greina kæmi að athuga um kaup ríkisins á hlut sveitarfélaganna í Orkubúinu. Ástæðan mun hafa verið bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga, þar sem reifaðir voru allir kostir í stöðunni varðandi eignarhald á fyrirtækinu. Í framhaldi af þessu skipaði iðnaðarráðherra þriggja manna nefnd til að skoða málið. Jafnframt óskaði hann eftir því að stjórn Orkubúsins hlutaðist til um að sameigendur ríkisins í fyrirtækinu ræddu málið og skipuðu nefnd af sinni hálfu til viðræðna.

„Í framhaldi af þessu sendi stjórn Orkubúsins sveitarfélögunum bréf og boðaði til fundar eignaraðila 14. janúar síðastliðinn", sagði Kristján Haraldsson orkubússtjóri í samtali við blaðið. „Þar mættu fullrúar flestra sveitarfélaganna og niðurstaða þeirra var að fresta afgreiðslu málsins til aðalfundar Orkubúsins sem verður væntanlega 28. apríl. Þar verður þetta mál til umræðu, en við höfum heyrt ofan í flest sveitarfélögin um vilja þeirra í framtíðarmálefnum fyrirtækisins.

Vilji þeirra virðist vera nokkuð skýr í þá átt, að viðhalda óbreyttu ástandi eða þá að sveitarfélögin reyni að eignast hlut ríkisins í fyrirtækinu. Um leið og við tilkynntum iðnaðarráðherra niðurstöðu sameigendafundarins spurðumst við þess vegna fyrir um afstöðu iðnaðarráðuneytisins til þeirrar hugmyndar að sveitarfélögin eignuðust hlut ríkisins. Nú bíðum við svara við þeirri spurningu", sagði Kristján Haraldsson.

bb.is | 30.09.16 | 10:01 Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með frétt Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli