Frétt

Vef-Þjóðvikjinn / andriki.is | 30.09.2002 | 12:15Tvær fréttir af fjárhættuspili

Ætli þær hafi ekki borist um svipað leyti á laugardaginn, tvær fréttir af íslensku fjárhættuspili. Í annarri fréttinni var sagt að maður nokkur hefði orðið svo heppinn að vinna eins og 19 milljónir króna þegar lottó kvöldsins var spilað. Hin fréttin var af manni sem var ekki alveg eins heppinn. Hann hafði verið hnepptur í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa staðið fyrir fjárhættuspili í miðborg Reykjavíkur. Til að forðast misskilning þá er rétt að taka fram að ekkert sérstakt í fréttinni benti til að samhengi væri þarna á milli. Hinn handtekni maður mun sem sagt ekki reka hið vikulega fjárhættuspil, „lottó“, heldur er hann grunaður um að hafa framið glæpi sína svo minna bæri á í bakhúsi nokkru í miðbænum.
Og þessi maður er nú kominn í gæsluvarðhald og í gær bættu fjölmiðlar því við fyrri frásagnir sínar að lögreglan hefði „lagt hald á“ þrjár milljónir króna í reiðufé á vettvangi. Ekki er gott að segja hvers vegna lögregla sendir frá sér upplýsingar um slíkt, en varla eru upplýsingarnar komnar annars staðar frá, en sennilega ætlast hún til að þetta verði til þess að mönnum þyki sem gríðarleg undirheimastarfsemi hafi verið stöðvuð. En hvað er það nákvæmlega sem maðurinn er grunaður um? Ef marka má fréttir þá er hann einungis grunaður um að hafa staðið fyrir fjárhættuspili sem aðrir hafi svo stundað. Hann er ekki grunaður um að hafa haft rangt við eða að hafa þvingað börn og gamalmenni til þátttöku. Hann virðist vera grunaður um að gera það eitt sem ýmis fyrirtæki og félagasamtök gera á hverjum degi.

Lottóið sem þúsundir spila í er vitaskuld fjárhættuspil. Sama má segja um íþróttagetraunir og spilakassa í söluturnum. Engin sérstök takmörk eru sett við því hve marga lottómiða hver maður má kaupa. Menn geta, með því að kaupa nógu marga seðla, lagt aleiguna undir í fótboltagetraunum á hverjum einasta degi. Það má meira að segja, með góðum – eða illum – vilja, kalla hlutabréfamarkaðinn og aðrar fjárfestingar til ávöxtunar ákveðið fjárhættuspil. Allt þetta mega menn stunda þó enginn velkist í vafa um að margir hafa eytt mjög um efni fram með þess háttar iðju. En menn eru og eiga að vera fjár síns ráðandi og eiga ekki að vera meðhöndlaðir sem börn fram á fullorðinsaldur. En hvernig stendur þá á því að ýmsar aðrar tegundir fjárhættuspils eru bannaðar og maður situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa skipulagt þær?

Jú jú, menn geta eytt jafnvel öllu sínu við græna borðið. Þess eru dæmi að menn tapi geysilegu fé, jafnvel á einu kvöldi. En þó að sumir kunni sér ekki hóf við veðmálin, á þar með að banna öllum öðrum að stunda þau sér til ánægju, spennu og stundum verulegs ágóða? Menn geta tapað fé á næstum öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Menn geta lagt út í gersamlega fráleitar fjárfestingar, lagt allt sitt í fyrirtæki sem allir aðrir sjá að eiga enga von og svo mætti áfram telja. Fólk á að vera frjálst að slíku. Það á ekki að taka af fólki réttinn til að velja og hafna og ekki ábyrgðina á eigin gerðum. Jafnvel þó sumir spili frá sér allt vit þegar þeim finnst þeir vera í stuði.

Vef-Þjóðviljinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli