Frétt

Ármann Jakobsson / murinn.is | 27.09.2002 | 10:16Söguspeki ritstjórans

Nú er næsta stríð óðum að nálgast. Þeir sem ætla að standa að því láta stríðsáróðurinn dynja á lýðnum og það er sem við manninn mælt: Hefðbundnir fylgismenn alls þess sem Bandaríkjamenn láta sér detta í hug í utanríkismálum bætast nú við talkórinn. Umræðan um stríð gegn Írak hefur raunar verið treg af stað og jafnvel Morgunblaðið hefur verið efins og nefnt rök bæði með og móti. En ætli það komi ekki annað hljóð í skrokkinn þegar loftárásirnar hefjast.
DV tók hins vegar eindregna afstöðu með stríðshaukunum vestra í gær. Leiðari Óla Björns Kárasonar er raunar gott dæmi um það hvernig fylgispektin við Bandaríkin krefst þess að menn kasti frá sér öllum rökum. Nú er Óli Björn greindarmaður og vanur að rökstyðja sitt mál. En hvað gerist þegar kemur að rökum fyrir stríði?

Málsgrein eitt snýst um að þeir fóstbræður Bush og Blair hafi sagst munu grípa til vopna gegn „harðstjórninni í Írak“ (það verða örugglega bara fylgismenn hennar sem verða drepnir, eða hvað?) ef Saddam „verði ekki við kröfum um afvopnun og leyfir ótakmarkað og óheft vopnaeftirlit“. Þetta er ágætt orðalag yfir það að þeir félagar hafa ætlað í þetta stríð lengi, reynt allt hvað þeir geta til að ögra Íraksstjórn og setja fram kröfur sem ólíklegt er að hún fallist á. Óla Birni finnst greinilega mikið koma til þess hve þeir hafi „alla tíð verið samkvæmir sjálfum sér“. Það er aldeilis fínt. Afstaða verður þó ekki betri við það að hún sé ósveigjanleg og taki engum mótbárum. Margir þrjótar sögunnar hafa verið „samkvæmir sjálfum sér“.

Í næstu málsgrein notar Óli Björn bæði orðið „harðstjórinn“ (það var harðstjórn í fyrstu málsgrein) og talar um „tryllta einræðisherra“, dæmigerður áróðurstónn beint frá Bushstjórninni (sagði ekki Halldór okkar að Saddam væri „hættulegasti maður í heimi“). Það er ekki beint sannfærandi þegar menn eru teknir að hjakka á sömu orðunum í stuttum greinum. Ekki bendir það til að rökin séu plássfrek. Boðskapur þessarar málsgreinar er að skýrsla Tony Blair (sem fáir nema höfundarnir sjálfir hafa hrifist af) sé svo sannfærandi að hún eigi að „þjappa saman þjóðum heims“. Af einhverjum ástæðum hefur leiðarahöfundurinn áhyggjur af því að Sameinuðu þjóðirnar verði eitthvað linar við að setja Saddam úrslitakosti. Samstaða þjóða heims snýst greinilega um eitthvað annað en Sameinuðu þjóðirnar.

Staðreyndin er sú að enginn vill stríð gegn Írak nema ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Bretlands. Þrátt fyrir móðursýkislegt ástand í Bandaríkjunum seinustu misserin eru þeir meiraðsegja orðnir æði margir þar í landi sem skilja ekki tilgang þessa nýja stríðs. Í Bretlandi er óvíst að stríðið hafi þingmeirihluta. Aðra aðdáendur á stríðið ekki, þó að ægivald bandaríska heimsveldisins leyfi varla að menn streitist á móti. Og vitaskuld má reikna með að ríkisstjórn Íslands verði alltaf jafn hrifin af uppátækjum Bandaríkjahers. Fleiri en Óli Björn hafa stúderað ræður Bush og reynt að læra utanbókar (ætli Óli Björn kunni þær ekki betur en Bush sjálfur?).

Næsta mál á dagskrá er að draga lærdóma af sögunni. Og ályktunin er einföld, sumsé að ekki verði „rökrætt við harðstjóra“. Hefur einhver áhuga á að rökræða við harðstjóra? Jú, í stríðsæsingaorðabókinni er það þannig að ef menn vilja ekki stríð þá vilja þeir „rökræða við harðstjóra“. Er Óli Björn kannski að endurprenta gamlan leiðara? Vonandi hefur hann ekki bisað við að slá þetta inn aftur. Og nákvæmlega hvaða dæmi kenna mönnum að „rökræða ekki við harðstjóra“? Ef farið er aftur í aldir má finna ófá dæmi um harðstjóra (já, Hitler var ekki sá fyrsti) sem rökræddu hitt og þetta, einkum þó eigin landvinningadrauma og önnur áhugamál harðstjóra. Stundum fóru þeir í stríð en sjaldnast þó. Og á 20. öldinni „rökræddi“ Bandaríkjastjórn við ýmsa harðstjóra og raunar gott betur: studdi þá með fé og vopnum. Íbúar sem þurftu að þola harðstjórnina hafa margir kunnað Bandaríkjastjórn litlar þakkir fyrir. Þar með er þó ekki endilega sagt að þeir hefðu heldur kosið sprengjuregn yfir sjálfa sig.

Þá fer Óli Björn að skammast út í Schröder kanslara Þýskalands fyrir að vilja ekki fara í stríð við Írak (nei, bíddu við, það heitir „taka þátt í hernaðaraðgerðum“ ? ef það er ekki samheiti við að „fara í stríð“ getur Óli Björn kannski útskýrt það fyrir okkur fáfróðum í næstu leiðurum). Schröder hefur skaðað samskipti Þýskalands og Bandaríkjanna, rekið fleyg milli aðildarríkja NATO og

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli