Frétt

Jóhann Ársælsson alþm. | 27.09.2002 | 10:10Ójafnvægi í byggðamálum

Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Vesturlandi.
Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Vesturlandi.
Á síðustu misserum hafa horfur í byggðamálum breyst verulega. Ástæða er til að gera ráð fyrir að fyrirætlanir um mestu framkvæmdir Íslandssögunnar í orku- og iðnaðarmálum verði að veruleika á Austfjörðum. Gangi það eftir verða gífurlegar framkvæmdir sem standa í mörg ár. Þær munu hafa í för með sér aðra uppbyggingu vegna búsetu og þjónustu við þá atvinnustarfsemi sem þar mun rísa. Jafnframt þessu liggja fyrir ákvarðanir stjórnvalda um að gerð þrennra jarðganga á Norðausturlandi verði boðin út í einu lagi.
Í þessu sambandi er rétt að minna á, að í byggðaáætlun sem samþykkt var á liðnu vori var aðaláhersla lögð á að styrkja Akureyri sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Gangi þetta allt eftir eins og til er stofnað af hálfu hins opinbera, má telja sterkar líkur á því að byggðaþróun snúist til jákvæðrar áttar á Norðausturlandi. Ég fagna því af heilum hug að það hillir undir betri tíma á þessum hluta landsins.

Það hlýtur hins vegar að vera mikið umhugsunarefni hversu þær fyrirætlanir og áætlanir sem hér um ræðir og allar eru frá stjórnvöldum komnar deilast ójafnt niður á landið. Það er veruleg hætta á því, ef fram fer sem horfir, að næstu ár verði öðrum svæðum dreifbýlisins mjög erfið nema gripið verði til mótvægisaðgerða til að minnka það ójafnvægi sem í stefnir.

Mótvægisaðgerðir

Ábyrgð stjórvalda er öll í þessu efni, vegna þess að allar hinar miklu framkvæmdir sem fyrir dyrum standa eru fyrir atbeina þeirra. Þörf fyrir byggðaaðgerðir myndast vegna ójafnvægis milli byggðarlaga og landsvæða. Stjórnvöld þurfa þess vegna að hafa heildaráhrif aðgerða í huga þegar þær eru ákveðnar. Það hefur augljóslega ekki verið gert nú. Það er þess vegna þörf á endurskoðun á tímasetningu framkvæmda og öðrum fyrirætlunum, sem geta haft jákvæð áhrif á búsetu og atvinnulíf annars staðar en á þeim vaxtarsvæðum sem njóta munu þeirra umfangsmiklu fyrirætlana sem í stefnir. Í ljósi þeirra breyttu aðstæðna sem upp eru komnar þarf strax í haust að bregðast við og taka ákvarðanir sem koma öðrum landsvæðum í dreifbýlinu til góða.

Þar væri nærtækast að flýta framkvæmdum í samgöngumálum, sérstaklega þeim sem hafnar eru eða mögulegt er að hefja án mikils fyrirvara. Sérstakt átak til að auka möguleika til framhaldsmenntunar og til styrktar menntun í dreifbýli væri sjálfsagður hluti slíkra fyrirbyggjandi viðbragða.

Besta aðgerðin væri auðvitað sú, að aflétta þeim höftum sem eru á atvinnufrelsi manna í sjávarbyggðunum, þannig að þær geti aftur farið að njóta nálægðarinnar við gjöful fiskimið. Þeir sem nú eru við stjórnvölinn eru ekki líklegir til þess að breyta fiskveiðistefnunni, en það er vissulega breytinga von í því efni ef Samfylkingin kemur að ríkisstjórnarborðinu eftir kosningarnar í vor.

Ekki sjálfgefið að allir fjármunirnir fari á eitt landsvæði

Það er ekki sjálfsagt mál að allir þeir gríðarlegu fjármunir sem nú stefnir í að fáist fyrir sölu ríkiseigna fari í samgöngumannvirki á einu landsvæði. Þá má líka nota annars staðar og þá má ekki síður nota í menntamál en samgöngumál. Það hefur margsannast, að menntastofnanir eru besta byggðafjárfesting sem völ er á.

Stjórnvöld þurfa að svara því á þessu hausti hvernig þau ætla að bregðast við þeirri stöðu sem upp er að koma í byggðamálum.

Ef ekki verður brugðist við af myndugleik og verulegum krafti mun ójafnvægi í byggð landsins skapa nýjan vanda í byggðarlögum sem hafa hann nógan fyrir.

Sá vandi væri fyrir tilverknað stjórnvalda og á þeirra ábyrgð. Mótvægisaðgerðir eru bráðnauðsynlegar og ákvarðanir um þær þarf að taka sem allra fyrst.

– Jóhann Ársælsson, alþingismaður.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli